„Geðheilsan er ekkert alslæm en ég er hrikalega svekktur að hafa tapað þessum leik.“ Sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tap sinna manna gegn KR í mikilvægum leik í Pepsi-deild karla í kvöld.
„Mér fannst við spila vel og þetta var sennilega okkar besti leikur í sumar. Frammistaða leikmanna var til fyrirmyndar þannig ég er mjög svekktur að fá ekkert út úr þessu. Það eru fyrstu viðbrögð.“
„Sigurinn þeirra var ekki sanngjarn, langt því frá. Mér fannst við hrikalega sterkir í kvöld en þetta er eitthvað sem koma skal og við verðum bara að halda áfram að spila svona ágætisleik. Þá kvíði ég ekkert fyrir framhaldinu“
„Ég skil ekki afhverju dómarinn dæmir ekki strax í staðinn fyrir að láta leikinn ganga í vafastöðu einhverri. Mér fannst þeir ekki á sínum besta degi í dag, dómararnir.“
„Ef hann hefur tekið hann með höndum fyrir utan teiginn þá er það rétt. Ég sá það ekki nógu vel.“ Sagði Rúnar aðspurður um rauða spjaldið sem Gunnar Nielsen fékk.
Daníel Laxdal fór meiddur útaf velli á 63. mínútu leiksins. Rúnar segir að um væga tognun gæti verið að ræða.
„Ég vona að hann verði ekki lengi úti. Við vitum þetta kannski betur á morgun, þetta er kannsi einhver væg tognun aftan í læri.“
Rúnar heldur að Stjörnumenn séu ekki búnir að missa af lestinni.
„Liðin eru komin mörgum stigum á undan okkur en mótið er langt og það getur allt gerst.“
Athugasemdir