Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 11:56
Brynjar Ingi Erluson
Annar leikmaðurinn til að spila í öllum heimsálfum
Andre Krul
Andre Krul
Mynd: Getty Images
Hollenski markvörðurinn Andre Krul hefur samið við senegalska félagið AJEL De Rufisque og verður hann því annar leikmaðurinn til að spila í öllum heimsálfum.

Krul er 37 ára gamall heimshornaflakkari sem fór í gegnum akademíu AZ Alkmaar í heimalandinu.

Hann spilaði fyrstu árin í atvinnumennskunni í heimalandinu en tók síðan óvænt skref til Möltu árið 2012. Eftir það hélt hann til Boyaca Chico í Kólumbíu.

Einnig lék hann með Boyaman í Púertó Ríkó, Iwaki FC í Japan, Preston Lions í Ástralíu, en hefur spilað síðustu árin í Hollandi með AZ og Katwijk.

Krul var aðeins einni heimsálfu frá því að verða annar leikmaðurinn til að spila í öllum álfunum og hefur hann nú látið það verða að veruleika en hann hefur samið við AJEL De Rufisque í Senegal.

Fyrsti leikmaðurinn til að náð þessum magnaða áfanga var fyrrum markvörðurinn Lutz Pfannenstiel. Þjóðverjinn spilaði með 27 liðum á ferlinum, og náði áfangum árið 2008 er hann samdi við Hermann Alchinger í Brasilíu eftir að hafa áður spilað í Malasíu, Nýja-Sjálandi, Kanada, Suður-Afríku og auðvitað Evrópu.
Athugasemdir
banner