Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
banner
   sun 22. september 2024 12:13
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Brighton og Forest: Tvær breytingar hjá báðum liðum
Elanga og Hudson-Odoi byrja báðir hjá Forest
Elanga og Hudson-Odoi byrja báðir hjá Forest
Mynd: Getty Images
Brighton og Nottingham Forest mætast í 5. umferð ensku úrvalsdeilldarinnar á AMEX-leikvanginum í Brighton klukkan 13:00 í dag.

Bæði lið eru taplaus í deildinni en Nottingham Forest vann óvæntan 1-0 sigur á Liverpool í síðustu umferð á meðan Brighton gerði markalaust jafntefli við nýliða Ipswich.

Fabian Hürzeler, stjóri Brighton, gerir tvær breytingar á sínu liði. Pervis Estupinan og Simon Adingra koma inn fyrir Yasin Ayari og Yankuba Minteh. Joao Pedro er þá kominn til baka eftir að hafa tekið út tveggja leikja bann, en hann er á bekknum í dag.

Callum Hudson-Odoi og Anthony Elanga, sem voru frábærir í sigri Forest á Liverpool, koma þá inn í liðið í stað Ryan Yates og Nicolas Dominguez. Morgan Gibbs-White er með fyrirliðabandið.

Brighton: Verbruggen; Veltman, Dunk, van Hecke, Estupinan; Baleba, Hinselwood; Adingra, Georginio, Mitoma; Welbeck.

Nottingham Forest: Sels; Aina, Milenkovic, Murillo, Moreno; Anderson, Ward-Prowse; Elanga, Gibbs-White, Hudson-Odoi; Wood.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner