Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 13:29
Brynjar Ingi Erluson
Hólmbert skoraði annað mark sitt af bekknum - Andri Lucas með stoðsendingu
Hólmbert Aron Friðjónsson
Hólmbert Aron Friðjónsson
Mynd: SCP
Andri Lucas lagði upp mark
Andri Lucas lagði upp mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson er að byrja vel með Preussen Munster í þýsku B-deildinni, en annan leikinn í röð kom hann inn af bekknum og skoraði er liðið vann Regensburg, 3-0, í dag.

HK-ingurinn hafði verið án félags í tvo mánuði áður en hann samdi við Preussen Munster.

Hann lék sinn fyrsta leik í 3-3 jafntefli gegn Paderborn á dögunum en þá kom hann inn á sem varamaður á 73. mínútu og gerði fyrsta mark sitt fimm mínútum síðar.

Hólmbert byrjaði aftur á bekknum í dag en kom við sögu á 56. mínútu og þakkaði aftur fyrir sig með marki fimmtán mínútum síðar, annað mark hans fyrir félagið.

Þetta var fyrsti sigur Munster á tímabilinu en liðið er með fimm stig eftir sex leiki.

Andri Lucas Guðjohnsen, sem hefur farið svolítið brösulega af stað hjá belgíska félaginu Gent, kom inn af bekknum á 72. mínútu í dag og lagði upp fjórða markið í 4-2 sigri á Club Brugge.

Landsliðsmaðurinn hefur komið að tveimur mörkum í tíu leikjum í öllum keppnum með Gent, en eftir leikinn í dag er liðið í 3. sæti með 13 stig.

Atli Barkarson lék allan leikinn í 3-1 sigri Zulte Waregem á RFC Liege í belgísku B-deildinni. Liðið er í öðru sæti með 10 stig eftir fimm leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner