Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Mögnuð upplifun að heyra You'll Never Walk Alone - „Mikill léttir“
Federico Chiesa í leiknum gegn Bournemouth
Federico Chiesa í leiknum gegn Bournemouth
Mynd: Getty Images
Federico Chiesa, leikmaður Liverpool á Englandi, spilaði sinn fyrsta leik á Anfield í gær er liðið vann 3-0 sigur á Bournemouth, en hann er ánægður með fyrstu vikurnar hjá liðinu.

Liverpool keypti Chiesa frá Juventus fyrir rúmar 10 milljónir punda undir lok gluggans.

Ítalski vængmaðurinn spilaði sinn fyrsta leik í 3-1 sigrinum á Milan í Meistaradeildinni í miðri viku og kom síðan inn af bekknum gegn Bournemouth.

Hann virkaði öflugur þessar mínútur sem hann spilaði gegn Bournemouth, en hann átti nokkrar góðar tilraunir, þar á meðal skot í stöng.

„Að heyra 'You'll Never Walk Alone' á bekknum í fyrsta sinn var mögnuð upplifun. Það var geggjað gegn Nottingham Forest, en því miður töpuðum við. Þetta var líka frábært í gær. Ég naut hverrar einustu sekúndu.“

„Ég held ég hafi spilað sjö mínútur í Mílanó, sem var kannski ekki mikill tími, en ég var mjög ánægður að þreyta frumraun mína gegn Milan. Í dag (gær) þurfti ég að vera klár og ég var svo ánægður þegar stjórinn sagði mér að fara inn á. Þetta var líka léttir því ég vildi spila á Anfield,“
sagði Chiesa á heimasíðu Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner