Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Sagði starfi sínu lausu eftir að hafa rekið De Rossi - Fær lögregluvernd vegna hótana
Mynd: EPA
Lina Souloukou, framkvæmdastýra AS Roma á Ítalíu, hefur sagt starfi sínu lausu aðeins nokkrum dögum eftir að hafa rekið ítalska þjálfarann Daniele De Rossi frá félaginu.

De Rossi var rekinn frá Roma síðasta miðvikudag, ákvörðun sem féll ekki í kramið hjá stuðningsmönnum félagsins.

Samkvæmt Gianluca Di Marzio hefur Souloukou fengið lögregluvernd fyrir sig og börnin sín, en hún hefur bæði verið móðguð og hótað á samfélagsmiðlum.

Flestir þeirra kenna henni um að De Rossi hafi verið rekinn aðeins þremur mánuðum eftir að hann framlengdi samning sinn til þriggja ára.

Roma tók ákvörðun um að reka De Rossi eftir slæm úrslit í byrjun leiktíðar, en Ivan Juric tók við starfinu og mun stýra liðinu í fyrsta sinn gegn Udinese í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner