Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 14:51
Brynjar Ingi Erluson
Brynjólfur sá rautt í tapi
Mynd: Groningen
Brynjólfur Andersen Willumsson, leikmaður Groningen, átti fremur súrsæta viku með nýja liði sínu, en hann skoraði tvö mörk inn af bekknum í síðustu umferð, en fékk að líta rauða spjaldið í leik dagsins.

Blikinn átti svakalega innkomu í síðasta leik gegn Feyenoord, skoraði tvö góð mörk og náði í stig fyrir sitt lið gegn einu besta liði Hollands.

Hann kom aftur inn af bekknum í dag gegn Heerenveen, en það fór ekki jafn vel og gegn Feyenoord.

Brynjólfur kom inn á 60. mínútu og fékk að líta rauða spjaldið 22 mínútum síðar. Hann var ekki sá eini í liðinu sem fékk rauða spjaldið, en átján mínútum áður fékk Marvin Peersman reisupassann.

Lokatölur urðu 2-1 fyrir Heerenveen, en Groningen er í 6. sæti deildarinnar með 9 stig.

Elías Már Ómarsson lék þá allan leikinn með NAC Breda sem tapaði fyrir Feyenoord, 2-0. Breda er í 15. sæti með 6 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner