Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   sun 22. september 2024 14:37
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Man City og Arsenal: De Bruyne ekki með - White á bekknum í fyrsta sinn í tvö ár
Kevin De Bruyne er ekki með í dag
Kevin De Bruyne er ekki með í dag
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Manchester City mæta Arsenal í hörkuslag í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Etihad-leikvanginum klukkan 15:30, en byrjunarliðin eru komin í hús.

Það eru margar áhugaverðar breytingar hjá báðum liðum. Kevin de Bruyne er ekki með Manchester City, en Pep Guardiola gerir alls þrjár breytingar á liðinu.

Ilkay Gündogan kemur inn fyrir De Bruyne og þá koma þeir Kyle Walker og Jeremy Doku inn fyrir Rico Lewis og Jack Grealish.

Óvæntasta í liði Arsenal er það að Ben White er á bekknum í fyrsta sinn í tvö ár. Riccardo Calafiori byrjar sinn fyrsta deildarleik með Arsenal, en Leandro Trossard kemur einnig inn. Gabriel Jesus er á bekknum.

Man City: Ederson; Walker, Akanji, Dias, Gvardiol; Rodri, Gundogan; Savinho, Bernardo, Doku; Haaland.

Arsenal: Raya; Timber, Saliba, Gabriel; Calafiori; Partey, Rice, Havertz; Saka, Trossard, Martinelli.
Athugasemdir
banner
banner