Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
   þri 25. apríl 2023 15:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elín Metta æfir með Stjörnunni
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum landsliðskonan Elín Metta Jensen hefur æft með Stjörnunni upp á síðkastið. Þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Elín Metta, sem er 28 ára gömul, lagði skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð. „Nú finn ég að það er kominn tími til að sinna öðrum hugðarefnum sem ég hef þurft að setja til hliðar á meðan ég hef sinnt fótboltanum," sagði Elín þegar hún tilkynnti að hún væri hætt í fótbolta í október á síðasta ári.

Hún hefur verið að sinna læknisnámi meðfram fótboltanum og hefur oft reynst erfitt að púsla saman fótboltanum með gríðarlega krefjandi námi.

Elín varð Íslands- og bikarmeistari með Val síðasta sumar og þá var hún í landsliðshópnum á EM.

Elín Metta er einn besti sóknarmaður sem hefur leikið í efstu deild á Íslandi, en hún lék 261 leiki fyrir Val og skoraði 193 mörk. Hún hefur einnig 62 landsleiki og skoraði 16 mörk.

Núna er spurning hvort hún sé að snúa aftur en með öðru félagi. Hún hefur alltaf spilað með Val.

Stjarnan hefur verið í leit að sóknarmanni eftir að Katrín Ásbjörnsdóttir fór í Breiðabliki en liðinu er samt sem áður spáð efsta sæti deildarinnar. Stjarnan hefur leik í Bestu deildinni á morgun gegn Þór/KA.
Athugasemdir
banner
banner
banner