Það verður nóg um að vera á skrifstofu Aston Villa í dag og á morgun en félagaskiptaglugginn lokar á morgun.
Leikmenn á borð við Diego Carlos, Emi Buendia og Jhon Duran hafa yfirgefið félagið og Unai Emery, stjóri liðsins, vill fá leikmenn til að leysa þá af.
Leikmenn á borð við Diego Carlos, Emi Buendia og Jhon Duran hafa yfirgefið félagið og Unai Emery, stjóri liðsins, vill fá leikmenn til að leysa þá af.
„Við erum að vinna í því að fá leikmenn á morgun (í dag) eða mánudaginn því við þurfum að fá mann í staðin fyrir Diego Carlos, Buendia og Duran," sagði Emery.
„Það er ekki auðvelt því við viljum ekki fá leikmenn sem munu ekki hjálpa okkur eins og við viljum. Við setjum miklar kröfur, við verðum að vera skynsamir."
Marcus Rashford og Marcos Asensio eru að öllum líkindum á leið til liðsins og þá hefur Emery tjáð sig um áhuga félagsins á varnarmanninum Juan Foyth. Þá meiddist Ollie Watkins í tapinu gegn Wolves í gær en Emery vonast til að það séu ekki slæm meiðsli.
Athugasemdir