Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
banner
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
miðvikudagur 27. nóvember
WORLD: International Friendlies
Ulsan Citizen 0 - 0 Vietnam
banner
þri 25.apr 2023 09:45 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 1. sæti

Gleðilega hátíð kæru lesendur, Besta deild kvenna fer af stað í dag.

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Stjarnan muni enda sem meistari í Bestu deild kvenna í sumar eftir að hafa lent í öðru sæti í fyrra. Álitsgjafar spá í deildina en þeir röðuðu liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig. Átta af þeim tíu sem spáðu í deildina settu Stjörnuna í efsta sæti og hinir tveir spámennirnir voru með liðið í öðru sæti.

Spáin:
1. Stjarnan, 98 stig
2. Breiðablik, 81 stig
3. Valur, 80 stig
4. Þróttur R., 78 stig
5. Þór/KA, 58 stig
6. Selfoss, 53 stig
7. ÍBV, 42 stig
8. Keflavík, 22 stig
9. Tindastóll, 20 stig
10. FH, 18 stig

Um liðið: Stjarnan varð síðast Íslandsmeistari árið 2016 en liðið hefur verið í uppbyggingu undanfarin ár. Sú uppbygging hefur tekið sinn tíma en liðið spilaði mjög vel á síðustu leiktíð og endaði í öðru sæti. Núna er því spáð að liðið taki næsta skref og verði Íslandsmeistari í sumar. Það hefur gengið mjög vel á undirbúningstímabilinu og er Stjarnan búin að vinna tvo bikara nú þegar; Lengjubikarinn og Meistarakeppni KSÍ.



Þjálfarinn - Kristján Guðmundsson: Hefur sannað það margoft að hann er frábær þjálfari. Hann er með mikla reynslu og hefur komið víða við á sínum þjálfaraferli. Hann gerði karlalið Keflavíkur að bikarmeisturum 2006 og varð færeyskur meistari með HB árið 2010. Hann tók við Stjörnunni eftir tímabilið 2018 og hefur verið í uppbyggingu með liðið. Núna er spurning hvort að hann nái að fara alla leið að Íslandsmeistaratitlinum með liðið í sumar.


Kristján Guðmundsson.

Fótbolti.net fær sérfræðingana Anítu Lísu Svansdóttur og Óskar Smára Haraldsson, sem þjálfa Fram saman, til að rýna í styrkleika, veikleika og margt annað hjá liðunum sem spila í Bestu deild kvenna í sumar. Óskar Smári fer yfir það helsta hjá liði Stjörnunnar en hann er fyrrum aðstoðarþjálfari liðsins.


Aníta Lísa og Óskar.

Styrkleikar: Stjörnuliðinu er spáð efsta sæti og er það alveg skiljanlegt. Frá því að Kristján Guðmundsson tók við liðinu hafa verið framfarir ár eftir ár og í fyrra náðu þær frábærum árangri. Liðið er orðið frekar masíft og leikmenn þekkja hlutverk sín vel. Þær spila góðan fótbolta og eru með góð gildi sem lið.

„Í fyrra náðu þær frábærum árangri."

Stjarnan er með Kristján Guðmunds sem þjálfara liðsins og frá því hann byrjaði að þjálfa í kvennaboltanum þá hefur hann vaxið með ári hverju og verður bara betri og betri. Andri Freyr er honum til aðstoðar og er frábær aðstoðarþjálfari. Teymið sem slíkt er mikill styrkleiki, og leikmenn liðsins bera mikla virðingu fyrir þjálfurunum. Gæði hópsins eru mikil og á Stjarnan leikmenn í sínum röðum sem eru fremstar í flokki hérlendis. Samheldnin i liðinu er mikil og leikmenn þekkjast vel.

Veikleikar: Það eru ekki margir veikleikar í liði Stjörnunnar. Ef það er eitthvað sem hægt er að benda á er að framherjastaðan í liðinu er stærsta spurningamerkið. Stjarnan hefur ekki tekið inn framherja frá því að Katrín Ásbjörnsdóttir fór yfir í Breiðablik og er liðið því í raun bara með einn hreinræktaðan framherja. Félagið hefur styrkt aðrar stöður.


Katrín fór í Breiðablik.

Auk þess er það ákveðið veikleikamerki á undirbúningstímabilinu að í síðustu þremur leikjum hefur liðið ekki unnið leik. Þrjú jafntefli sem enda alltaf í vítaspyrnukeppni. Það er reyndar þannig að 15 af 15 vítum í vítaspyrnukeppnunum hafa farið í markið; kannski setjum við það líka í styrkleikaflokkinn hjá liðinu.

Spurningarnar: Mun Stjarnan þétta raðirnar fram á við fyrir lok gluggans og sækja sér framherja? Mun fólkið í Garðabæ fjölmenna á völlinn? Standast þær pressuna að vera spáð titlinum?



Lykilmenn: Jasmín Erla Ingadóttir sýndi það í fyrra hversu öflug hún er. Góður uppspilspunktur, grimm í návígum og með góða boltatækni. Ógnar alltaf með tækni sinni og hraða með boltann. Var verðskuldað valin í landsliðið og endaði sem markadrottning í fyrra. Verður áfram í lykilhlutverki í Garðabæ.


Jasmín Erla Ingadóttir.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, það þarf varla að skrifa um hana. Þvílikur leiðtogi og það er algjör hvalreki fyrir Stjörnuna að fá hana aftur heim. Hún gefur liðinu svo ofboðslega mikið. Leikskilningurinn er hár, reynslan er mikil og svo er hún bara alveg ofboðslega góð í fótbolta. Leggur sig alltaf 110% fram og þegar lykilmenn eru tilbúnir að gera þá vinnu, þá fylgja oftast aðrir með.

„Það er algjör hvalreki fyrir Stjörnuna að fá hana aftur heim."


Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.

Heiða Ragney Viðarsdóttir er kannski ekki leikmaður sem fólk átti von á hér, en hún er algjör lykilmaður í liði Stjörnunnar. Hún bindur saman liðið, gerir smáatriðin gríðarlega vel og er mjög sterk í návígum. Góð í fótbolta og fær ekki alltaf það lof sem hún á skilið. Lykilmaður í mínum bókum.


Heiða Ragney Viðarsdóttir.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Hér er erfitt að setja inn einhvern einn leikmann, mjög margar sem koma upp í hugann. Eftir mikla umhugsun ákvað ég að velja fyrirliða U19 landsliðsins, Sædísi Rún Heiðarsdóttur. Hún er með góðan leikskilning, frábæran vinstri fót og er eins og svissneskur vasahnífur upp og niður kantinn. Byrjaði að spila mjög ung í liði Stjörnunar, eins og margir aðrir leikmenn liðsins, en hefur með hverju ári bætt sinn leik gríðarlega mikið. Einn allra efnilegasti leikmaður landsins.


Sædís Rún Heiðarsdóttir.

Völlurinn: Samsungvöllurinn í Garðabæ er heimavöllur Stjörnunnar. Einn af fimm gervigrasvöllum í deildinni. Það er ljótur litur á grasinu og kalt í stúkunni. Dúllubar vegur upp á móti ásamt öflugum veitingum. Það er upplifun að koma í Garðabæinn og það gæti orðið einstaklega gaman í sumar ef fer eins og spáð er um. Stjarnan var með besta heimavallarárangurinn í deildinni í fyrra.



Komnar
Andrea Mist Pálsdóttir frá Þór/KA
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving frá Val
Erin McLeod frá Orlando Pride
Eyrún Vala Harðardóttir frá Breiðabliki
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir frá Orlando Pride
María Sól Jakobsdóttir frá HK (var á láni)
Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir frá Sindra (var á láni)
Klara Mist Karlsdóttir frá HK (var á láni)
Ólína Ágústa Valdimarsdóttir frá KR (var á láni)
Snædís María Jörundsdóttir frá Keflavík (var á láni)
Sylvía Birgisdóttir frá Haukum (var á láni)

Farnar
Alexa Kirton í Fram
Birta Guðlaugsdóttir í Val
Chante Sandiford hætt
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir í FH
Katrín Ásbjörnsdóttir í Breiðablik
Mist Smáradóttir í Grindavík (á láni)
Rakel Lóa Brynjarsdóttir í Gróttu
Thelma Lind Steinarsdóttir í Fram (á láni)

Dómur Óskars fyrir gluggann: Ég gef þeim átta. Stjarnan gerði gríðarlega vel á markaðnum. Þær hafa fengið inn mjög svo öfluga pósta, innkoma Erin og Gunnhildar gerir helling fyrir liðið, en það hefur ekki enn tekist að fá inn sóknarmann til að fylla í það stóra skarð sem Katrín Ásbjörnsdóttir skilur eftir sig.


Gunnhildur og Erin.

Líklegt byrjunarlið:


Leikmannalisti:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving
83. Erin Katarina Mcleod (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
4. Eyrún Embla Hjartardóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
6. Úlfa Dís Úlfarsdóttir
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
9. Andrea Mist Pálsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir
11. Betsy Hassett
13. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir
14. Snædís María Jörundsdóttir
15. Alma Mathiesen
16. Sædís Rún Heiðarsdóttir
17. María Sól Jakobsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
21. Heiða Ragney Viðarsdóttir
22. Elín Helga Ingadóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
24. Málfríður Erna Sigurðardóttir
25. Hrefna Jónsdóttir
28. Mist Smáradóttir
31. Jóhanna Melkorka Þórsdóttir
33. Klara Mist Karlsdóttir
77. Eyrún Vala Harðardóttir

Fyrstu fimm leikir Stjörnunnar:
26. apríl, Stjarnan - Þór/KA (Samsungvöllurinn)
2. maí, Stjarnan - FH (Samsungvöllurinn)
10. maí, Þróttur R. - Stjarnan (AVIS völlurinn)
16. maí, Stjarnan - Valur (Samsungvöllurinn)
23. maí, Tindastóll - Stjarnan (Sauðárkróksvöllur)

Í besta falli og versta falli að mati Óskars:

Í versta falli - 4. sæti: Titillbaráttan verður mjög spennandi og verður Stjarnan alltaf þarna ásamt Breiðabliki, Val og Þrótti. Ég tel það vera algjört slys ef liðið myndi enda fyrir neðan fjórða sæti.

Í besta falli - 1. sæti: Kristján hefur verið vegferð með Stjörnuliðið frá því hann tók við. Það hefur alltaf verið bæting frá hverju ári, og ef hann ætlar að halda þeirri vegferð áfram þá er bara efsta sæti sem kemur til greina. Stjarnan hefur alla burði til að enda sem Íslandsmeistari.

Spámennirnir: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Helga Katrín Jónsdóttir, Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Mist Rúnarsdóttir, Orri Rafn Sigurðarson, Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.
Athugasemdir
banner
banner