Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
Tóku til eftir vonbrigði í fyrra - „Helvíti gaman að fá að spila á þjóðarleikvanginum"
Byggja upp á heimamönnum fyrir austan - „Gæti bjargað sumrinu alveg"
Bjarni með fiðring í maganum - „Mikill aðdáandi þessarar keppni"
Sneri heim 20 árum síðar - „Það er vilji fyrir því af beggja hálfu"
Sterkastur í 23. umferð - Reyndi að kalla eitthvað á Kalla
Arnar Gunnlaugs: Mjög skrítið að fjölmiðlar tali ekki um þessi atvik
Heimir Guðjóns eftir 3-0 tap: Fyrirmyndar frammistaða
Dagur Fjeldsted: Þarf að taka hann í fyrsta og klíni honum í skeytin
„Ánægður með fyrstu tuttugu í fyrri hálfleik en hinar voru hræðilegar"
Finnst fyrirkomulagið sérstakt - „Gleymist að ræða þetta á veturna"
Davíð Ingvars: Við erum vanir að vera í titilbaráttu
Dóri Árna: Nokkrir mögulega rangir dómar
Jón Þór: Á síðasta þriðjungi vantaði aðeins upp á
Hólmar Örn: Setur smá krydd í þetta að KA hafi tekið bikarinn
Jökull: Eins og við höfum orðið eitthvað aðeins tens
Túfa: Algjör fyrirmyndar fótboltamaður
Jökull hæstánægður í Aftureldingu: Sérðu ekki brosið á andlitinu á mér?
Úlfur: Þetta er kannski gallinn við okkar stefnu
Maggi: Vonast til að sjá þjálfara Fjölnis í rauðu á laugardaginn
Ragnar Bragi: Gott svar við útreiðinni síðast
   mið 25. september 2024 19:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ánægður með fyrstu tuttugu í fyrri hálfleik en hinar voru hræðilegar"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA gerði jafntefli gegn HK á Akureyri í svakalegum leik. KA var marki undir og manni fleiri í hálfleik, tókst að komast yfir en HK jafnaði metin í uppbótatíma. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónaasson, þjálfara KA, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 3 -  3 HK

„Maður er nátturulega svekktur eftir að hafa verið yfir þegar þeir skora úr aukaspyrnu, fá frían skalla. Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt, við fengum færi sem við hefðum átt að skora úr og Stubbur varði líka tvisvar eða þrisvar frábærlega," sagði Haddi.

„Ég er ánægður með fyrstu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik en hinar voru hræðilegar. Það var betri frammistaða í seinni hálfleik, skorum tvö mörk og hefðum átt að halda áfram og klára leikinn."

Haddi var ósáttur með varnarleik liðsins.

„Eftir góða byrjun fannst mér við slaka á varnarlega, það er það sem ég er ósáttur með. Um leið og þú gerir það þá er þetta ekki gaman, þú verður bara lélegur og færð á þig færi og mörk og farinn að hlaupa endalaust á eftir mönnum. Mér fannst við ekki nógu duglegir síðustu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik."

KA hefur að litlu að keppa það sem eftir er móts þar sem liðið siglir lygnan sjó.

„Markmiðið er að gera eins vel og við getum. Við vorum hérna í fyrra og unnum fjóra af fimm, því miður unnum við ekki í dag þá þurfum við að vinna hina fjóra. Það voru fullt af strákum sem fengu að spila í dag sem hafa fengið að spila minna. Ég sá að þeir komu inn með gott hugarfar og þess vegna var seinni hálfleikurinn mun betri en fyrri," sagði Haddi.

„Við höfum að mörgu að keppa. Við viljum ná sjöunda sætinu og njóta þess að spila fótbolta með félögunum og gera vel án þess að vera undir mikilli pressu því næstu leikir eru ekkert sérstaklega skemmtilegir, æfingaleikir og Kjarnafæðimót.


Athugasemdir
banner
banner
banner