Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 24. desember 2024 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Liðsfélagi Ronaldo verður lærisveinn Mourinho
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Anderson Talisca er að ganga í raðir Fenerbahce í Tyrklandi en þetta segir Fabrizio Romano á X.

Talisca er þrítugur sóknarmaður sem kom til Al Nassr frá kínverska félaginu Guangzhou fyrir þremur árum.

Leikmaðurinn hefur skorað 8 mörk á tímabilinu í Sádi-Arabíu en hann er sagður óánægður í herbúðum félagsins.

Samkvæmt Romano hefur Talisca verið í viðræðum við Fenerbahce í Tyrklandi og er búist við því að gengið verði frá öllum helstu smáatriðum á næstu dögum.

Talisca þekkir ágætlega til í Tyrklandi en hann lék með Besiktas á láni frá Benfica frá 2016 til 2018.

Hann var einn af bestu leikmönnum tyrknesku deildarinnar þar sem hann skoraði 37 mörk í 80 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner