Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 24. desember 2024 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Gustavo Poyet tekur við liði í Suður-Kóreu (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski þjálfarinn Gustavo Poyet er tekinn við suður-kóreska liðinu Jeonbuk Hyundai en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.

Poyet, sem lék með Chelsea og Tottenham á ágætlega farsælum ferli, hóf þjálfaraferilinn árið 2006.

Hann var aðstoðarmaður hjá Swindon Town, Leeds og Tottenham áður en hann tók við Brighton árið 2009.

Úrúgvæinn hefur einnig þjálfað Sunderland, AEK, Real Betis, Shanghai Shenhua, Bordeaux, Universidad Catolika og gríska landsliðið, en hann er nú mættur til Suður-Kóreu.

Jeongbuk rétt náði að bjarga sér frá falli úr úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð með því að vinna umspilið aðeins ári eftir að hafa lent í 4. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner