Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 24. desember 2024 16:00
Brynjar Ingi Erluson
Verður aðstoðarmaður Van Nistelrooy
Mynd: Getty Images
Hollenski stjórinn Ruud van Nistelrooy er að ráða inn nýjan aðstoðarmann sem mun hjálpa honum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Leicester City.

Van Nistelrooy tók við Leicester í síðasta mánuði og gerði samning til 2027.

Undir hans stjórn hefur liðið aðeins unnið einn af fjórum leikjum, en það á erfitt prógram framundan í deildinni.

Hollendingurinn er nú að fá inn nýjan aðstoðarmann en sá heitir Brian Barry-Murphy og var síðast þjálfari unglingaliðs Manchester City.

Hann spilaði stóra rullu í að þróa leikmenn á borð við Cole Palmer, Romeo Lavia og Liam Delap, sem eru allt leikmenn sem gegna stóru hlutverki í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Barry-Murphy er 46 ára gamall og er talinn efnilegur þjálfari en hann hefur verið orðaður við fjölmörg félög í ensku B-deildinni á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner