Mason Mount, leikmaður Manchester United, verður ekki með liðinu næstu mánuði eftir að hafa meiðst í 2-1 sigri liðsins á Manchester City.
Þessi 25 ára gamli miðjumaður fór meiddur af velli á 14. mínútu gegn nágrönnunum í Man City.
Samkvæmt Talksport verður Mount ekki með næstu mánuði en gert er ráð fyrir að hann verði kominn aftur í liðið í mars.
Mount hefur samtals verið frá í þrjá mánuði á tímabilinu vegna meiðsla í kálfa og var tiltölulega ný kominn úr meiðslum þegar hann meiddist aftur.
Englendingurinn er ekki eini leikmaðurinn sem er frá vegna meiðsla en þeir Luke Shaw og Victor Lindelöf hafa einnig verið að glíma við meiðsli og þá var Matthijs De Ligt ekki með gegn Bournemouth um helgina vegna veikinda, en hann mun líklegast snúa aftur í næsta leik.
Athugasemdir