Enski miðjumaðurinn Dele Alli mun hefja æfingar með ítalska A-deildarliðinu Como á annan í jólum.
Ferill Alli hefur verið á hraðri niðurleið síðustu ár. Hann var titlaður sem næsta stjarna Englendinga hefur frábæra spilamennsku hans á HM í Rússlandi en það hefur lítið verið að frétta síðan.
Hann opnaði sig í viðtali við Gary Neville á síðasta ári þar sem hann tjáði sig um að hann hafi verið kynferðislega misnotaður sem barn og hafi selt eiturlyf.
Einnig ræddi hann um að hafa glímt við svefntöflufíkn en hann hefur verið í bata síðasta árið og gerir nú allt til að komast aftur á völlinn.
Alli var á mála hjá Everton en varð samningslaus eftir síðasta tímabil. Everton leyfði honum að halda áfram að nota æfingaaðstöðuna til þess að komast aftur í form.
Það hefur tekið dágóðan tíma að koma til baka, en ljóst er að endurkoman verður ekki með Everton því á dögunum kvaddi hann félagið á samfélagsmiðlum.
Miðjumaðurinn er mættur til Ítalíu og mun æfa með Como, félagi Cesc Fabregas. Alli mætir á sína fyrstu æfingu á annan í jólum og fær líklega þar síðasta tækifærið til að koma ferlinum aftur af stað.
Athugasemdir