Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   fim 28. janúar 2016 19:53
Ívan Guðjón Baldursson
Fótbolta.net mótið: ÍA setti sex gegn Stjörnunni
Arnar Már Guðjónsson gerði tvö gegn Stjörnunni.
Arnar Már Guðjónsson gerði tvö gegn Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 1 - 6 ÍA
1-0 Jeppe Hansen ('18)
1-1 Hallur Flosason ('20)
1-2 Arnar Már Guðjónsson ('40)
1-3 Steinar Þorsteinsson ('44)
1-4 Arnar Már Guðjónsson ('55)
1-5 Steinar Þorsteinsson ('71)
1-6 Steinar Þorsteinsson ('80, víti)

ÍA rúllaði Stjörnunni upp er liðin mættust í bronsleik Fótbolta.net mótsins á Samsung vellinum í Garðabæ. Mikill kuldi var í leiknum enda spilaður utandyra.

Jeppe Hansen kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en Hallur Flosason var búinn að jafna tveimur mínútum síðar með þrumuskoti í kjölfarið á hornspyrnu.

Arnar Már Guðjónsson kom gestunum yfir undir lok fyrri hálfleiks og Steinar Þorsteinsson, sem er á 19. aldursári, tvöfaldaði forystuna og voru Skagamenn 3-1 yfir í hálfleik.

Stjörnumenn fengu talsvert af færum í fyrri hálfleik en Skagamenn nýttu sín færi mun betur.

Arnar Már kom Skagamönnum í 4-1 áður en Steinar bætti fimmta og sjötta marki Skagamanna við og niðurstaðan 6-1 sigur ÍA.
Athugasemdir
banner
banner
banner