Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
sunnudagur 14. september
Besta-deild kvenna
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
föstudagur 5. september
Undankeppni HM
laugardagur 30. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Lengjudeild karla
miðvikudagur 27. ágúst
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 25. ágúst
föstudagur 22. ágúst
Besta-deild kvenna
Mjólkurbikar úrslit
mánudagur 18. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
fimmtudagur 14. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
mánudagur 11. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 13. september
Championship
Stoke City 1 - 0 Birmingham
Coventry 0 - 1 Norwich
Watford 0 - 0 Blackburn
Wrexham 0 - 2 QPR
Oxford United 2 - 2 Leicester
West Brom 0 - 0 Derby County
Charlton Athletic 1 - 1 Millwall
Sheff Wed 0 - 3 Bristol City
Swansea 1 - 1 Hull City
Preston NE 2 - 2 Middlesbrough
FA Cup
Pickering Town 0 - 2 Runcorn Linnets
Fylde - Bamber Bridge - 14:00
Telford United 1 - 0 Kidderminster
Totton 1 - 0 Torquay
Alvechurch - Leamington - 14:00
Ashford United - Chatham - 14:00
Ashton United 0 - 0 Scarborough Athletic
Bedford Town 0 - 1 Dagenham
Billericay - Berkhamsted - 14:00
Bootle 1 - 0 Darlington
Bracknell - Tadley - 14:00
Brixham 1 - 2 Dorchester
Burgess Hill Town - Farnham - 14:00
Bury Town - Woodford Town - 14:00
Buxton 0 - 0 Redditch United
Chasetown - Banbury United - 14:00
Chelmsford - Hertford - 14:00
Chertsey - Cray Valley - 14:00
Chesham United 1 - 2 Kings Lynn Town
Coleshill Town - Hednesford Town - 14:00
Congleton 0 - 0 Chorley
Curzon Ashton 1 - 0 Hebburn Town
Deal - Egham Town - 14:00
Dunston UTS 0 - 0 Stocksbridge
Eastbourne Borough 2 - 0 Epsom
Ebbsfleet Utd 0 - 0 Ashford Town
Enfield FC - Enfield Town - 14:00
Fareham - Sholing - 14:00
Farnborough - Dover - 14:00
FC United of Manchester 0 - 0 Chadderton
Gainsborough 0 - 1 Rushall Olympic
Gloucester City - Chippenham - 14:00
Gosport Borough 0 - 1 Poole Town
Grimsby Borough - Halesowen Town - 14:00
Hampton and Richmond 1 - 2 Croydon Athletic
Hanwell Town - Bedfont Sports - 14:00
Harborough - Worksop Town - 14:00
Hemel - Bishops Stortford - 14:00
Hitchin Town - St Albans - 14:00
Hungerford Town 0 - 0 Swindon Supermarine
Hyde 1 - 0 Whitby Town
Jersey Bulls - Worthing - 14:00
Leiston - Hackney Wick - 14:00
Macclesfield Town - Atherton R. - 14:00
Maidenhead Utd - Faversham Town - 14:00
Maldon and Tiptree - Stanway - 14:00
Matlock Town 1 - 0 Carlton Town
Merthyr T - Torpoint - 14:00
Morpeth Town - Witton Albion - 14:00
Mulbarton Wanderers - Witham Town - 14:00
Nantwich - Trafford - 14:00
Needham Market - Eynesbury - 14:00
Newcastle Blue Star - Marine - 14:00
Peterborough Sports 1 - 0 Hornchurch
Quorn - Kettering - 14:00
Racing Club Warwick - Evesham United - 14:00
Radcliffe Boro 0 - 0 Southport
Royston Town 0 - 0 Brentwood Town
Salisbury - Laverstock and Ford - 14:00
Shaftesbury Town - Frome Town - 14:00
Shepshed 0 - 0 Stamford
South Shields - Guiseley - 14:00
Spalding United - Alfreton Town - 14:00
Sporting Khalsa - Hereford - 14:00
Stalybridge 0 - 0 Chester
Steyning Town - Tonbridge Angels - 14:00
Sudbury - Aveley FC - 14:00
Sutton Coldfield Town - Stourbridge - 14:00
Taunton Town - Weston-super-Mare - 14:00
Tower Hamlets - Flackwell - 14:00
Waltham Abbey - Gorleston - 14:00
Welling Town - Slough Town - 14:00
West Auckland Town - Spennymoor Town - 14:00
Westbury United - Oxford City - 14:00
Westfields - Horsham - 14:00
Whitehawk 0 - 2 Walton-Hersham
Whitstable Town - Chichester - 14:00
Wimborne Town - Bath - 14:00
Úrvalsdeildin
Fulham 0 - 0 Leeds
Everton 0 - 0 Aston Villa
Crystal Palace 0 - 0 Sunderland
Brentford - Chelsea - 19:00
West Ham - Tottenham - 16:30
Bournemouth 1 - 0 Brighton
Newcastle 1 - 0 Wolves
Arsenal 3 - 0 Nott. Forest
Bundesligan
Freiburg 0 - 1 Stuttgart
Union Berlin 1 - 3 Hoffenheim
Mainz 0 - 1 RB Leipzig
Wolfsburg 1 - 1 Köln
Heidenheim 0 - 2 Dortmund
Bayern - Hamburger - 16:30
Frauen
Nurnberg W 1 - 4 Werder W
Essen W 0 - 0 Hamburger W
Vináttuleikur
Ekkert mark hefur verið skorað
Ekkert mark hefur verið skorað
Serie A
Cagliari 2 - 0 Parma
Juventus - Inter - 16:00
Fiorentina - Napoli - 18:45
Eliteserien
SK Brann - Valerenga - 16:00
Molde 0 - 1 Fredrikstad
Toppserien - Women
Kolbotn W 1 - 2 Roa W
Stabek W 2 - 1 Bodo-Glimt W
Úrvalsdeildin
Akhmat Groznyi 0 - 0 Lokomotiv
Dinamo 2 - 1 Spartak
FK Krasnodar - Akron - 16:30
Nizhnyi Novgorod 3 - 1 Orenburg
La Liga
Athletic - Alaves - 16:30
Getafe 2 - 0 Oviedo
Real Sociedad 0 - 1 Real Madrid
Atletico Madrid - Villarreal - 19:00
Damallsvenskan - Women
Alingsas W 0 - 1 Vittsjo W
Hammarby W 3 - 0 Linkoping W
Kristianstads W 2 - 1 Vaxjo W
Elitettan - Women
Gamla Upsala W 1 - 1 Jitex W
Mallbacken W 0 - 1 Team TG W
Orebro SK W 0 - 1 Elfsborg W
Trelleborg W 0 - 0 KIF Orebro W
Umea W 2 - 2 Hacken-2 W
Uppsala W - Bollstanas W - 16:00
Trelleborg W - Orebro SK W - 13:00
sun 28.mar 2021 23:20 Mynd: Getty Images
Magazine image

Amanda fór 15 ára erlendis: Er mikið tengd báðum löndum

Amanda Andradóttir er 17 ára gömul og er á mála hjá besta félagsliði Noregs, Vålerenga.

Hún var fengin til Vålerenga í fyrra eftir að hafa spilað í dönsku úrvalsdeildinni með Nordsjælland. Þar áður var hún hjá Fortuna Hjörring í Danmörku.

Amanda þykir gríðarlega efnileg en hún getur valið að spila á fyrir íslenska eða norska landsliðið í framtíðinni. Hún spjallaði við Fótbolta.net um ferilinn til þessa, nútíðina og framtíðina.

Mynd sem var tekin áður en Amanda fór til Danmerkur.
Mynd sem var tekin áður en Amanda fór til Danmerkur.
Mynd/Valur
'Það var mjög gaman að fá tækifærið í dönsku úrvalsdeildinni svona ung'
'Það var mjög gaman að fá tækifærið í dönsku úrvalsdeildinni svona ung'
Mynd/Nordsjælland
'Plönin mín breyttust aðeins þegar Vålerenga fór að sýna mér áhuga. Ég var strax viss um að þangað vildi ég fara'
'Plönin mín breyttust aðeins þegar Vålerenga fór að sýna mér áhuga. Ég var strax viss um að þangað vildi ég fara'
Mynd/Vålerenga
Á æfingu með Vålerenga.
Á æfingu með Vålerenga.
Mynd/Vålerenga
Ada Hegerberg.
Ada Hegerberg.
Mynd/Getty Images
Andres Iniesta.
Andres Iniesta.
Mynd/Getty Images
Ingibjörg Sigurðardóttir er einnig á mála hjá Vålerenga.
Ingibjörg Sigurðardóttir er einnig á mála hjá Vålerenga.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amanda í leik með U17 landsliði Íslands. Hún er gjaldgeng í bæði íslenska og norska landsliðið.
Amanda í leik með U17 landsliði Íslands. Hún er gjaldgeng í bæði íslenska og norska landsliðið.
Mynd/Getty Images
'Markmiðin mín eru fyrst og fremst núna að koma mér inn í liðið hérna og halda áfram að bæta mig. Ég á enn margt ólært til að verða sá leikmaður sem ég vil verða'
'Markmiðin mín eru fyrst og fremst núna að koma mér inn í liðið hérna og halda áfram að bæta mig. Ég á enn margt ólært til að verða sá leikmaður sem ég vil verða'
Mynd/Getty Images
Fór ung að árum erlendis
Amanda fór til Danmerkur árið 2019 og íslenskt fótboltaáhugafólk hefur ekki fengið mörg tækifæri til að sjá hana spila enda fór hún afar ung erlendis.

„Ég spilaði í Víkingi í nokkur ár áður en ég fór í Val þegar ég var tíu ára gömul. Það var mjög gott og skemmtilegt að vera í Val, ég spilaði þar með mjög góðum stelpum og við urðum við íslandsmeistarar tvisvar," segir Amanda en hún tók stökkið til Danmerkur fyrir tveimur árum.

„Fortuna Hjörring bauð mér í heimsókn til að skoða aðstæður og æfa með þeim fyrst þegar ég var 14 ára. Eftir þá heimsókn bauð félagið mér að flytja til Danmerkur og spila með U18 ára liðinu, liði sem voru danskur meistari og í því voru margar unglingalandsliðskonur."

„Þegar ég valdi að fara til Danmerkur vissi ég að það yrði mikil áskorun og alls ekki auðvelt. Ég þurfti að kynnast mikið af nýju fólki, læra nýtt tungumál og taka fyrsta árið í menntaskóla á dönsku. Stuttu eftir að ég kom út kom í ljós að FIFA vildi ekki gefa mér leikheimild fyrr en ég yrði 16 ára. Svo fyrstu sex mánuðina lék ég bara æfingaleiki. Svo þegar ég var komin með leikheimildina náði ég bara að spila einn leik áður en Covid byrjaði. Það var erfitt að sætta sig við það en sem betur fer hafði ég fjölskylduna mína hjá mér og það var mikill stuðningur fyrir mig."

Lék í aðalliði Nordsjælland 16 ára
Amanda gerði atvinnumannasamning við Nordsjælland síðasta sumar, þá 16 ára. Nordsjælland er eitt sterkasta lið Danmerkur og hafði orðið bikarmeistari áður en Amanda kom.

„Það var einfaldlega vegna þess að Nordsjælland sýndi mér mjög mikinn áhuga og vildi fá mig til félagsins," segir Amanda um ákvörðunina að fara þangað.

„Þau buðu mér góðan samning og kynntu fyrir mér mjög trúverðugt plan sem mér fannst mjög spennandi. Nordsjælland var nýorðið danskur bikarmeistari, Kaupmannahöfn er frábær staður og liðið ætlaði sér á toppinn í Danmörku."

„Það var mjög gaman að fá tækifærið í dönsku úrvalsdeildinni svona ung. Það voru spilaðir tveir æfingaleikir fyrir tímabilið og skoraði ég í þeim báðum svo ég átti alveg von á því að tækifærið kæmi í deildinni. Það var góð reynsla fyrir mig að fá þessa leiki í deildinni þó ég hefði viljað fá fleiri mínútur og fleiri tækifæri í byrjunarliði. Mér tókst að skora og átti fínan leik í fyrsta leik í byrjunarliði, það var virkilega gaman."

Plönin breyttust þegar Vålerenga sýndi áhuga
Þegar besta liðið í Noregi sýndi áhuga, þá var erfitt fyrir Amöndu að segja nei við því. Hún gerði þriggja ára samning við Vålerenga í desember á síðasta ári.

„Já, plönin mín breyttust aðeins þegar Vålerenga fór að sýna mér áhuga. Ég var strax viss um að þangað vildi ég fara," segir þessi efnilegi leikmaður.

„Fyrstu vikurnar hafa verið skemmtilegar, erfiðar og sérstaklega krefjandi vegna Covid-ástandsins. Við þurfum nánast að vera í sóttkví milli æfinga og megum lítið gera sem er frekar leiðinlegt. Stelpurnar hafa tekið mjög vel á móti mér og það er mjög gaman að hafa annan Íslending í liðinu," segir Amanda en Ingibjörg Sigurðardóttir átti frábært tímabil í Vålerenga á síðustu leiktíð.

„Ég legg mikið á mig til að vera í sem bestu standi og æfi mikið aukalega. Það verður töluvert erfiðara að vinna sér inn fast sæti hjá Vålerenga enda mikið af frábærum leikmönnum og landsliðskonur í liðinu, en ég er mjög bjartsýn á að vinnan sem ég legg á mig skili mér sem flestum mínútum. Ég er ung og það er mikil samkeppni um stöðurnar og þess vegna þarf ég að vera þolinmóð."

„Hér eru bestu mögulegu aðstæðurnar til að bæta sig sem leikmaður. Vålerenga er með mikið af gæða leikmönnum og frábæra þjálfara. Þetta er umhverfið sem ég þarf og vil vera í. Það eru gerðar miklar kröfur til okkar á hverjum degi og við þessar aðstæður tel ég mig geta bætt mig og orðið að betri leikmanni. Ég þekkti líka Vålerenga nokkuð vel þar sem ég fór tvisvar og æfði með félaginu þegar ég var 13 og 14 ára. Svo er ég hálf norsk sem skemmir ekki fyrir."

„Týpískur dagur í lífi mínu núna er að ég vakna um áttaleytið og fer síðan á æfingu klukkan tíu. Við æfum oftast tvisvar á dag núna þannig að ég kem heim um fjögurleytið og síðan reyni ég að læra eins mikið og ég get á kvöldin."

Áhugi frá stærstu félögum heims
Það var talað um það að stór félög hefðu haft áhuga á Amöndu áður en hún fór til Vålerenga. Andri Sigþórsson, faðir hennar og umboðsmaður, sagði jafnframt í viðtali við 433.is á síðasta ári að tvö af stærstu félögum heims hefðu sýnt henni áhuga.

„Það er náttúrulega ótrúlega gaman að félög hafi áhuga á mér, en ég er ekkert að láta það hafa áhrif á mig og hugsa ekkert um það núna," segir Amanda.

Hegerberg og Iniesta
Amanda spilar á miðjunni og helst framarlega á miðjunni. Hún er með öflug skot, bæði með hægri og vinstri en það er eitthvað sem hún hefur unnið markvisst að.

„Mér finnst þessi spurning alltaf jafn óþægileg," segir Amanda um það þegar hún er spurð hvernig leikmaður hún er. „Ég er svona skapandi sóknarmiðjumaður sem vill vera mikið í boltanum. Ég er með ágætis skotfót, bæði á hægri og vinstri fæti."

Hún hefur skorað úr þónokkrum aukaspyrnum í gegnum tíðina. „Ég hef æft skot sérstaklega mikið bæði með hægri og vinstri fæti frá því ég var lítil. Þetta hef ég gert fyrir og eftir æfingar, og líka bara ein úti á velli."

Fyrirmyndirnar mínar í fótboltanum eru Ada Hegerberg og Andres Iniesta. Þau eru bæði frábærar fyrmyndir innan sem utan vallar."

Iniesta er einn besti miðjumaður sögunnar og Hegerberg er ein besta fótboltakona sem uppi hefur verið. Hegerberg er magnaður markaskorari sem spilar fyrir Lyon í Frakklandi.

Ísland eða Noregur
Amanda hefur spilað með unglingalandsliðum Íslands en hún er einnig gjaldgeng í norska landsliðið þar sem móðir hennar er norsk. Hún segist hafa mikla tengingu við bæði lönd.

„Ég er mikið tengd báðum löndum. Ég hef hingað til bara spilað með U16 og U17 fyrir Ísland. Ef sú furðulega staða kæmi upp að ég þyrfti að velja á milli Íslands og Noregs, þá yrði það mjög erfið ákvörðun fyrir mig að taka. Ég er samt ekkert að hugsa um þetta eins og er," segir hún.

„Þetta er líka spurning sem við vitum heldur ekki hvort ég þurfi nokkurn tímann að svara. Ég bý í Noregi núna, það er staðan."

Það var landsliðshópur valinn í gær hjá Íslandi og var Amanda ekki valin að þessu sinnni. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, ætlar að fylgjast vel með henni.

„Markmiðin mín eru fyrst og fremst núna að koma mér inn í liðið hérna og halda áfram að bæta mig. Ég á enn margt ólært til að verða sá leikmaður sem ég vil verða. Draumurinn er að spila reglulega í Meistaradeildinni og spila með landsliði," segir Amanda Andradóttir, sem er á leið inn í sitt fyrsta tímabil með norsku meisturunum Vålerenga. Það verður svo sannarlega gaman að sjá hvað framtíð hennar ber í skauti sér.
Athugasemdir