Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
miðvikudagur 15. janúar
Engin úrslit úr leikjum í dag
fim 30.mar 2023 13:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Það var eins og ég væri með hníf í maganum

Það er óhætt að segja að Jannik Pohl, sóknarmaður Fram, sé einstaklega óheppinn fótboltamaður. Hann gekk í raðir Fram á síðasta ári eftir að hafa verið meira og minna frá vegna meiðsla síðan 2018. Hann meiddist fyrst eftir að hann fékk mjög stórt tækifæri með hollenska félaginu Groningen. Núna líður honum vel og stefnir á að eiga gott tímabil Úlfarsárdalnum.

Jannik eftir að hann gekk í raðir Fram á síðasta ári.
Jannik eftir að hann gekk í raðir Fram á síðasta ári.
Mynd/Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Í leik með Fram á síðasta tímabili.
Í leik með Fram á síðasta tímabili.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spilaði með Groningen í Hollandi eftir að hafa leikið með AaB í Danmörku.
Spilaði með Groningen í Hollandi eftir að hafa leikið með AaB í Danmörku.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég átti að spila í grannaslag gegn Heerenveen en vaknaði um morguninn og gat ekki komist fram úr rúminu. Allt í einu leið mér mjög skringilega'
'Ég átti að spila í grannaslag gegn Heerenveen en vaknaði um morguninn og gat ekki komist fram úr rúminu. Allt í einu leið mér mjög skringilega'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik gegn ÍBV síðasta sumar.
Í leik gegn ÍBV síðasta sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsvinurinn Bo Henriksen.
Íslandsvinurinn Bo Henriksen.
Mynd/Getty Images
Henriksen lék hér á Íslandi með Fram, ÍBV og Val.
Henriksen lék hér á Íslandi með Fram, ÍBV og Val.
Mynd/Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Jannik skoraði átta mörk í 19 leikjum á síðustu leiktíð.
Jannik skoraði átta mörk í 19 leikjum á síðustu leiktíð.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jannik er spenntur fyrir tímabilinu sem er framundan.
Jannik er spenntur fyrir tímabilinu sem er framundan.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
''Í byrjun janúar 2022 fann ég fyrir taugavandamálum og gat ekki hreyft fótinn minn. Þetta voru mjög skrítin meiðsli. Ég fór til sérfræðinga sem tóku röntgenmyndir af líkamanum. Uppruninn var í bakinu og þetta getur komið fyrir. Þetta er ekki algengt, en gerist stundum hjá fótboltamönnum'
''Í byrjun janúar 2022 fann ég fyrir taugavandamálum og gat ekki hreyft fótinn minn. Þetta voru mjög skrítin meiðsli. Ég fór til sérfræðinga sem tóku röntgenmyndir af líkamanum. Uppruninn var í bakinu og þetta getur komið fyrir. Þetta er ekki algengt, en gerist stundum hjá fótboltamönnum'
Mynd/Fram
Fyrir leik á undirbúningstímabilinu.
Fyrir leik á undirbúningstímabilinu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá heimavelli Fram í Úlfarsárdal.
Frá heimavelli Fram í Úlfarsárdal.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik á undirbúningstímabilinu í vetur.
Í leik á undirbúningstímabilinu í vetur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað á síðasta tímabili.
Marki fagnað á síðasta tímabili.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er ánægður að heyra að fólk hafi trú á mér. Mér líður mjög vel núna, líkaminn er á góðum stað og hefur í raun ekki verið betri í fjögur ár'
'Ég er ánægður að heyra að fólk hafi trú á mér. Mér líður mjög vel núna, líkaminn er á góðum stað og hefur í raun ekki verið betri í fjögur ár'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram er spáð níunda sæti.
Fram er spáð níunda sæti.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það voru einhver tæknileg vandamál með flugvélina sem þurfti að laga áður en við komum heim. Þetta var mjög góð ferð, fínn staður og veðrið gott," segir Jannik þegar fréttamaður Fótbolta.net heyrði í honum orðið í morgun. Framarar lentu síðastliðna nótt á Íslandi eftir góða æfingaferð á Spáni. Ferðin var lengri en áætlað var út af vandamálum með flugvélina sem átti að koma liðinu heim.

Jannik gekk í raðir Fram í fyrra og segist hann hafa átt góðan tíma hjá félaginu hingað til. Í fyrra skoraði hann átta mörk í 19 leikjum í Bestu deildinni.

„Tími minn hjá félaginu hefur verið mjög góður. Ég endaði tímabilið vel í fyrra og það var rétt ákvörðun hjá mér að koma hingað. Þegar ég kom hingað var ég langt frá því að vera 100 prósent eftir mörg mismunandi meiðsli. Félagið hafði trú á mér, sýndi mér þolinmæði og ég er þakklátur fyrir það. Tími minn hefur verið góður hjá félaginu og það er líka út af því að hjá félaginu eru margar frábærar manneskjur. Við erum líka með frábæra aðstöðu hérna, nýtt hús og nýjan völl, og það var ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að koma hingað. Fram sýndi mér þolinmæði á síðasta ári og ég borgaði til baka undir lok tímabilsins."

Var fenginn til Groningen
Sóknarmaðurinn er fæddur í Hjörring í Danmörku en hann spilaði með nokkrum litlum félögum áður en hann fór í unglingakademíuna hjá AaB í Álaborg.

„Ég fór til AaB í Álaborg þegar ég var 13 ára gamall. Ég var þar í unglingaakademíunni og vann mig upp í aðalliðið. Þegar þú kemur inn hjá AaB sem 13 ára strákur þá lærirðu mikið. Þú ert ekki að spila með vinum þínum lengur. Þarna ertu að spila með bestu leikmönnunum á svæðinu og þú ert að taka þín fyrstu skref í átt að verða atvinnumaður," segir Jannik.

„Þegar ég var að taka fyrstu skref mín með aðalliðinu þá lést móðir mín úr krabbameini. Það var mjög erfitt fyrir mig. Ég var þó í réttu félagi sem þekkti mig vel. Það tók mig eitt eða tvö ár að finna sjálfan mig aftur en eftir það náði ég að standa mig vel í AaB og var fenginn til Groningen í hollensku úrvalsdeildinni."

Groningen er stórt félag og segir það mikið til um gæði Jannik að félagið hafi fengið hann.

„Það er alltaf öðruvísi að fara í annað land. Ég byrjaði mjög vel hjá Groningen, en ég lenti þarna í mjög erfiðum meiðslum. Það voru fyrstu stóru meiðslin mín á ferlinum. Það var stórt skref að fara frá Danmörku þar sem ég ólst upp og á fjölskyldu og vini. Þegar þú ferð í annað land ertu mikið einn. Það var eitthvað sem er auðveldara fyrir suma og það var ekki stórt vandamál fyrir mig. Þú ert langt frá fjölskyldunni og þú þarft að læra annað tungumál. Það er margt sem þú þarft að venjast en Groningen hjálpaði mér mikið."

Eins og að vera með hníf í maganum
Dag einn - stuttu eftir að hann gekk í raðir Groningen - vaknaði Jannik með ótrúlega vondan verk í maganum. Það átti eftir að draga dilk á eftir sér.

„Í hvert skipti sem ég hljóp þá var eins og ég væri með hníf í maganum. Það var ömurlegt."

„Ég átti að spila í grannaslag gegn Heerenveen en vaknaði um morguninn og gat ekki komist fram úr rúminu. Allt í einu leið mér mjög skringilega. Þetta voru svo skrítin meiðsli. Þú notar vöðvana í maganum til að stíga upp úr rúminu en það var eins og ég væri með hníf í maganum. Ég gat ekki farið út og vissi ekkert hvað var í gangi. Ég tók margar verkjatöflur og spilaði tíu mínútur í leiknum. Ég vildi þetta svo mikið, en ég gat ekki hlaupið og gat ekki gert neitt. Félagið var ekki ánægt með mig því ég sagði ekki neitt. Ég var ungur og var bara að hugsa um að spila. Eftir tíu mínútur sáu það allir að ég gat ekki hlaupið. Þetta gerðist bara á einni nóttu og það tók mig gríðarlega langan tíma að jafna mig á þessu. Í hvert skipti sem ég hljóp þá var eins og ég væri með hníf í maganum. Það var ömurlegt," segir Jannik.

„Ég var með bólgu í maganum/kviðnum (e. osteitis pubis) og það getur gerst eftir miklar æfingar. Ég æfði gríðarlega mikið og lagði mikið á mig. Ég vildi gera allt sem ég gat í Hollandi, en ég fór illa með sjálfan mig með því að æfa svona mikið. Kannski var ég ekki nægilega sterkur á þessum stað í líkamanum. Það tók mig meira en ár að æfa eðlilega eftir það. Þetta eyðilagði feril minn hjá Groningen."

„Ég reyndi að æfa þetta í burtu. Ég var með plan í þrjá eða fjóra mánuði og mér fór að líða aðeins betur, en svo var þetta komið aftur. Ég þurfti að fara á byrjunarreit aftur. Það virtist sem ekkert væri nóg og bólgan fór ekkert. Stundum getur þú æft rétt og bólgan fer hægt og rólega, en stundum gerist það ekki. Hjá mér fór hún ekki. Ég reyndi tvær eða þrjár mismunandi leiðir til að losna við verkinn en hann fór ekki. Ég þurfti að átta mig á því hvernig ég ætti að losna við þetta."

Hann segir að tíminn hjá Groningen hafi verið góður og hann hafi lært mikið. „Ég fékk að kynnast því að vera í stóru félagi og mæta stórum leikmönnum. Ég spilaði gegn Ajax-liðinu sem fór í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Þeir voru með magnaðan hóp og magnaða leikmenn. Það var góð reynsla en ég hugsa mikið um meiðslin. Ég er með mikinn drifkraft að komast aftur á þennan stað en ég veit þó að ég á langt í land. "

Sneri aftur til Danmerkur
Út af meiðslunum var Jannik lánaður til Horsens í Danmörku, og í kjölfarið samdi hann við félagið. Eftir að hann fór til Horsens þá fékk hann sprautu sem hjálpaði honum. „Ég fór á láni til Horsens, en eftir tvo leiki fór ég að finna fyrir þessu aftur. Þá var ég búinn að vera frá í eitt og hálft ár út af þessum meiðslum. Ég fór svo aftur til Hollands og þá var ekki mikið eftir af samningi mínum. Ég vildi fara aftur heim til Danmerkur því þetta var búið að vera erfitt andlega út af meiðslunum. Það var skref niður á við að fara í Horsens frá Groningen, en það var rétti staðurinn fyrir mig á þeim tíma. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að vera á rétta staðnum."

„Ég hugsaði um að hætta í fótbolta, ég hélt að það væri eitthvað að segja mér að ég ætti ekki að vera fótboltamaður eftir allt það sem hafði gerst."

„Læknarnir gáfu mér plan. Þeir sögðu að ég myndi fá sprautu á bólgusvæðið og svo yrði ég frá í hálft ár. Ég fékk sprautuna og mér leið eins og ég væri með nýjan líkama eftir eitt og hálft ár með mikinn verk. "

„Ég fór eftir ráðum læknana og kom til baka. Ég fór líka að hitta sérfræðinga í Danmörku sem eru með sérstakar æfingar sem vinna í kjarna líkamans. Það breytti líklega lífi mínu. Ég var orðinn góður í líkamanum og fór í gegnum undirbúningstímabil með Horsens og mér leið vel. Ég skoraði þrjú mörk í fyrstu sex leikjunum með Horsens í dönsku úrvalsdeildinni tímabilið 2020/21. Mér leið eins og ég væri kominn til baka. Í sjöunda leik tímabilsins lenti ég svo í slæmri tæklingu sem eyðilagði ökklann á mér. Ég var frá í þrjá eða fjóra mánuði. Svo kem ég aftur til baka og tveimur vikum síðar var ég byrjaður að spila aftur, en þá eyðilagði ég hælinn á mér og var frá í hálft ár í viðbót."

„Ég hugsaði um að hætta í fótbolta, ég hélt að það væri eitthvað að segja mér að ég ætti ekki að vera fótboltamaður eftir allt það sem hafði gerst."

Átti stoðsendingu ársins á Kjartan Henry
Í Horsens lék hann undir stjórn Bo Henriksen sem er mikill Íslandsvinur eftir að hafa spilað hér á landi með Fram, ÍBV og Val. Jannik lék þá með Kjartani Henry Finnbogasyni í liðinu.

„Bo Henriksen er mjög sérstakur, en hann er frábær. Hann er með mikla orku og vill alltaf vinna sem er eitthvað sem ég elska. Hann er mjög góð manneskja og gott að tala við hann. Sigurhugarfarið hjá honum er sterkt og hann gat fengið leikmenn til að hlaupa í gegnum veggi fyrir sig. Hann er mjög ástríðufullur náungi," segir Jannik.

„Ég spilaði með Kjartani Henry í Horsens og ég naut þess mikið. Við pössuðum mjög vel saman. Ég man að við spiluðum gegn Vejle, fyrrum félagi hans. Það var mikilvægur leikur fyrir hann og við unnum 3-1. Ég átti stoðsendingu á hann sem besta stoðsending ársins í dönsku úrvalsdeildinni. Það var mjög góður leikur og við náðum mjög vel saman, en við náðum því miður ekki að spila mikið saman."

Hér fyrir neðan má sjá myndband af markinu sem Jannik talar um.



Bo Henriksen tók svo við Midtjylland og stuttu eftir það féll Horsens niður um deild. Jannik segir að hann hafi þá farið að hugsa um að breyta um umhverfi.

Taugavandamál í bakinu
Jannik varð samningslaus í janúar á síðasta ári og fór þá að skoða möguleikana. Óheppnin elti hann hins vegar áfram því hann þróaði með sér taugavandamál í bakinu.

„Ég hugsaði eftir tímann hjá Horsens að ég þyrfti að breyta til og fara í nýtt umhverfi. Ég tók ákvörðun um að láta samninginn renna út og skoða möguleika mína. En í byrjun janúar 2022 fann ég fyrir taugavandamálum og gat ekki hreyft fótinn minn. Þetta voru mjög skrítin meiðsli. Ég fór til sérfræðinga sem tóku röntgenmyndir af líkamanum. Uppruninn var í bakinu og þetta getur komið fyrir. Þetta er ekki algengt, en gerist stundum hjá fótboltamönnum. Ég þurfti að taka mér tíma og jafna mig. Eftir þrjá mánuði var þetta orðið gott, en þetta var mjög skrítið. Ég þurfti marga leiki til að finna mig aftur þegar ég kom hingað."

„Þú getur verið frá í mjög langan tíma út af þessu vandamáli. Ég held að ég hafi verið orðinn góður eftir þrjá mánuði þar sem ég náði að æfa rétt og vel," segir Jannik en hann segist í öllum meiðslunum hafa byrjað að hugsa öðruvísi um líkama sinn. „Ég hef lært að hugsa öðruvísi um líkamann en ég var vanur. Ég hef alltaf bara æft, æft og æft."

„Þetta hefur auðvitað tekið á andlega. Ég veit núna mjög mikið um líkamann. Ef leikmenn lenda í vandræðum þá geta þeir alltaf spurt mig því ég er með mikla reynslu þegar kemur að meiðslum. Það kom ungur leikmaður til mín um daginn með vandamál í maganum. Ég gaf honum æfingaprógramm með ákveðnum æfingum sem ég er líka að gera. Ég held að hann sé mjög ánægður með það. Ég get gefið af mér til fólks sem er að glíma við meiðslavandamál. Ég hef fundið leið til að æfa og það er mjög gott."

„Ég kom til Íslands því ég vildi spila. Það er það sem ég elska mest. Ég gat ekki farið neitt í janúar út af taugameiðslunum og skoðaði möguleikana þegar ég var orðinn góður. Ég vildi fara í félag þar sem ég gat spilað. Ég leitaði að því og Fram kom upp. Félagið hafði trú á mér og ég sá strax að hér voru góðar manneskjar sem gátu hjálpað mér. Þetta var rétti staðurinn fyrir mig," segir Jannik.

Ég er ánægður að heyra að fólk hefur trú á mér
Fram kom á óvart í fyrra. Fyrir tímabil spáðu allir liðinu falli en Fram var einhvern veginn aldrei nálægt því.

„Við erum með gott lið og við erum metnaðarfullir. Það er erfitt að koma úr næstefstu deild og upp í Bestu deildina, skrefið er stórt. Við þurftum að læra ýmislegt. Við fengum nýja leikmenn inn og fórum að finna taktinn. Sóknarlega vorum við mjög góðir og vonandi getum við haldið því áfram á þessu ári."

Það hefur heyrst úr Úlfarsárdalnum að Jannik sé í mjög góðu standi og hafa margir trú á honum fyrir sumarið, að hann verði einn besti leikmaður deildarinnar.

„Ég er ánægður að heyra að fólk hafi trú á mér. Mér líður mjög vel núna, líkaminn er á góðum stað og hefur í raun ekki verið betri í fjögur ár. Ég þarf að standa mig og ég hlakka mjög til tímabilsins. Ég hef trú á því að ég sé með gæði og ég er ekki það gamall, ég bara 26 ára. Ég komst til Groningen og spilaði marga yngri landsleiki með Danmörku. Ég á að geta spilað vel ef ég er heill. Ég held að ég sé á réttri leið og mér líður vel. Ég er ánægður að fólk sjái að ég sé betri núna en þegar ég kom hingað."

Það hefur líka heyrst að félög í Danmörku séu farin að horfa til hans „Ég vil ekki tala of mikið um það. Ég er með góða ferilskrá, en félög í Danmörku voru hrædd við að semja við mig út af meiðslasögu minni. Félög spyrja auðvitað hvernig staðan er þegar þau sjá að ég er farinn að spila og skora, en akkúrat núna skiptir það engu máli. Ég er bara að hugsa um 10. apríl þegar við byrjum deildina gegn FH. Það er það eina sem skiptir máli fyrir mig. Allt hitt er áhugavert fyrir fjölmiðla og þess háttar, en núna snýst allt um Fram fyrir mig og að ná í stig."

Hann nýtur þess að vera á Íslandi og sjá fallega staði. „Ísland er mjög fallegt, sérstaklega á sumrin. Það er kalt hérna. Ég kom á síðasta ári í apríl, en ég kom núna til landsins í janúar og þá var mikið myrkur og mikill snjór. Ísland er ekki besta fótboltalandið á þeim tíma, en ég veit hvernig þetta verður frá apríl og þangað til í október. Þegar veðrið er gott þá er þetta frábær staður. Ég er frá Danmörku og þar er veðrið líka ekki oft gott."

„Mér finnst mjög gaman að vera hérna, þetta er fallegt land og það er alltaf hægt að skoða ýmislegt magnað. Ég sá eldgos í fyrra og það er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð," sagði þessi skemmtilegi sóknarmaður að lokum.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 9. sæti: Fram
Hin hliðin - Magnús Ingi Þórðarson (Fram)
Athugasemdir
banner
banner