Real Sociedad hefur ekki samþykkt neitt tilboð í Alfreð Finnbogason samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Um síðustu helgi bárust fréttir af því að Alfreð væri á leið til gríska félagsins PAOK á láni.
Ekkert slíkt samkomulag er í höfn þó að PAOK hafi sýnt áhuga á að fá Alfreð í sínar raðir líkt og fleiri félög.
Allt bendir því til þess að Alfreð mæti til æfinga hjá Real Sociedad þegar undirbúningstímabilið hefst hjá liðinu þann 12. júlí.
Um síðustu helgi bárust fréttir af því að Alfreð væri á leið til gríska félagsins PAOK á láni.
Ekkert slíkt samkomulag er í höfn þó að PAOK hafi sýnt áhuga á að fá Alfreð í sínar raðir líkt og fleiri félög.
Allt bendir því til þess að Alfreð mæti til æfinga hjá Real Sociedad þegar undirbúningstímabilið hefst hjá liðinu þann 12. júlí.
Alfreð hefur verið orðaður við fleiri félög í sumar en þar á meðal er Bolton á Englandi.
Alfreð náði sér ekki á strik á sínu fyrsta tímabili á Spáni með Sociedad en hann kom til félagsins fyrir ári síðan eftir að hafa verið markakóngur í hollensku úrvalsdeildinni tímabilið 2013/2014.
Athugasemdir