Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   mið 02. september 2015 13:31
Magnús Már Einarsson
Amsterdam
Raggi Sig: Værum í miklu betri málum ef ég væri DJ
Icelandair
Ragnar Sigurðsson á æfingu í Amsterdam.
Ragnar Sigurðsson á æfingu í Amsterdam.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Við erum búnir að standa okkur frábærlega. Þetta er erfiður útileikur á móti Hollandi en ef við höldum sama takti og erum tilbúnir í þetta þá eigum við góðan möguleika," sagði Ragnar Sigurðsson varnarmaður íslenska landsliðsins við Fótbolta.net um leikinn gegn Hollendingum annað kvöld.

Ísland er fimm stigum á undan Hollendingum fyrir leikinn á morgun. Myndi Ragnar vera sáttur með eitt stig á morgun?

„Ég veit það ekki maður. Fyrir nokkrum árum hefði maður tekið það. Við erum búnir að standa okkur svo vel og höfum svo mikla trú á þessu að við ætlum okkur að taka þrjú stig. Fyrirfram væru jafntefli hérna samt ekki slæm úrslit."

Ragnar er spenntur fyrir því að kljást við Hollendinga. „Það skemmtilega í þessu er að spila á móti þessum gaurum sem maður hefur séð í sjónvarpinu og sýna að maður geti tekið þá og spilað vel á móti þeim."

Lars Lagerback, annar af landsliðsþjálfurum Íslands, kvartaði undan tónlistinni í klefanum fyrir leiki á fréttamannafundi í morgun.

„Ég er líka búinn að kvarta undan henni. Jói Berg er oftast með þetta. Svo eru einhverjir að reyna að fá sín lög í gegn og þetta er algjör skelfing. Ég get eiginlega ekki lýst því. Ef ég væri ráðinn sem DJ landsliðsins værum við í miklu betri málum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir