
„Við erum búnir að standa okkur frábærlega. Þetta er erfiður útileikur á móti Hollandi en ef við höldum sama takti og erum tilbúnir í þetta þá eigum við góðan möguleika," sagði Ragnar Sigurðsson varnarmaður íslenska landsliðsins við Fótbolta.net um leikinn gegn Hollendingum annað kvöld.
Ísland er fimm stigum á undan Hollendingum fyrir leikinn á morgun. Myndi Ragnar vera sáttur með eitt stig á morgun?
„Ég veit það ekki maður. Fyrir nokkrum árum hefði maður tekið það. Við erum búnir að standa okkur svo vel og höfum svo mikla trú á þessu að við ætlum okkur að taka þrjú stig. Fyrirfram væru jafntefli hérna samt ekki slæm úrslit."
Ragnar er spenntur fyrir því að kljást við Hollendinga. „Það skemmtilega í þessu er að spila á móti þessum gaurum sem maður hefur séð í sjónvarpinu og sýna að maður geti tekið þá og spilað vel á móti þeim."
Lars Lagerback, annar af landsliðsþjálfurum Íslands, kvartaði undan tónlistinni í klefanum fyrir leiki á fréttamannafundi í morgun.
„Ég er líka búinn að kvarta undan henni. Jói Berg er oftast með þetta. Svo eru einhverjir að reyna að fá sín lög í gegn og þetta er algjör skelfing. Ég get eiginlega ekki lýst því. Ef ég væri ráðinn sem DJ landsliðsins værum við í miklu betri málum."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir