Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   mán 02. september 2024 11:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristófer um tilboðið frá Kasakstan: Það gekk ekki upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í mars var fjallað í tilboð frá Kasakstan í Kristófer Inga Kristinsson. Sagt var frá því að um 20 milljóna króna tilboð væri að ræða frá Tobol Kostany. Í mjög svo óstaðfestum slúðurfréttum var sagt að Kristófer Ingi væri með samningstilboð frá félaginu sem myndi færa honum milljónir í vasann í hverjum mánuði. Ekkert varð úr því að Kristófer færi.

Kristófer skoraði í gær sigurmarkið þegar Breiðablik lagði KA á útivelli í 21. umferð Bestu deildarinnar. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem Kristófer skorar mikilvægt mark fyrir Blika eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Hann ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn og var spurður út í áhugann frá Kasakstan.

„Það kom svolítið upp (tilboð) en svo varð ekkert úr því og ég gat bara gleymt því. Ég lenti í leiðinlegum meiðslum og var frá í nokkrar vikur. Ég hef ekki alveg náð takti í nokkrum leikjum í röð, en núna er ég kominn aftur í gang og vonandi heldur þetta áfram að tikka inn."

„Ég upplifi þetta í rauninni þannig að það kemur eitthvað upp, maður skoðar hvernig það fer, en svo gengur það ekki upp. Þá er það bara næsta mál. Ég er alltaf með 100% fókus á Blika."

..Það varð ekkert úr því, ég er bara í Breiðabliki og er rosa spenntur að verða Íslandsmeistari hérna. Ef við höldum þessari vegferð áfram, þá er allt hægt,"
sagði Kristófer.

Kristófer er 25 ára sóknarmaður sem er uppalinn hjá Stjörnunni. Hann hélt svo erlendis og var á mála hjá Willem II, Grenoble, Jong PSV, SönderjyskE og VVV Venlo. Hann samdi við Breiðablik í sumarglugganum í fyrra og er samningsbundinn út þetta ár. Kristófer hefur skorað þrjú mörk í 14 deildarleikum í sumar og skoraði eitt í bikarnum.
Kristófer vill fleiri mínútur: Meðbyr með liðinu og við ætlum okkur titilinn
Athugasemdir
banner
banner
banner