
Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður íslenska landsliðsins, var skiljanlega ánægður eftir sögulegan 1-0 útisigur gegn Hollandi í undankeppni EM 2016 í kvöld.
Lestu um leikinn: Holland 0 - 1 Ísland
Jóhann Berg átti stangarskot í leiknum og var mjög ógnandi fram á við, en eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu frá Gylfa Þór Sigurðssyni. Ísland er nú svo gott sem komið á EM.
„Þetta var mjög gaman, það er ekki hægt að segja annað. Að sjá alla þessa Íslendinga mætta og ná í sigur fyrir þá er yndislegt. Ég er ekki frá því að þeir renni niður nokkrum köldum í kvöld, þeir eiga það skilið,“ sagði Jóhann Berg við Fótbolta.net.
„Að tapa á móti Íslandi er eitthvað sem Hollendingar bjuggust ekki við, þetta er bara frábært fyrir okkur. Það gæti orðið ansi skemmtilegt á sunnudaginn, það þarf bara að fara inn í leikinn með það að markmiði að ná í þrjú stig.“
Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir