Kile Kennedy, markvörður Fjarðabyggðar, er ekki sáttur við endalok sín hjá félaginu.
Ástralinn hefur varið mark Fjarðabyggðar undanfarin þrjú tímabil og hjálpað liðinu að komast úr þriðju deild upp í þá fyrstu.
Ástralinn hefur varið mark Fjarðabyggðar undanfarin þrjú tímabil og hjálpað liðinu að komast úr þriðju deild upp í þá fyrstu.
Víglundur Páll Einarsson, nýráðinn þjálfari Fjarðabyggðar, tilkynnti í viðtali á Fótbolta.net í gær að hann búist ekki við að erlendu leikmennirnir hjá Fjarðabyggð verði áfram í herbúðum félagsins.
Kile hefur nú sent Fótbolta.net yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir óánægju sinni með viðskilnaðinn við Fjarðabyggð.
Yfirlýsing frá Kile:
Ég vil koma því á framfæri að mér finnst þetta mjög lélegt og ófagmannlegt af hálfu þjálfarans. Ég var ekki búinn að ákveða hvort ég myndi fara aftur til KFF næsta sumar en eftir að ég sá þessa grein hefði ég aldrei getað hugsað mér að koma til baka.
Að lesa að enginn erlendur leikmaður komi aftur næsta sumar án þess að heyra frá nokkrum tengdum félaginu finnst mér vera frekar mikil vanvirðing eftir að hafa spilað með félaginu í þrjú ár og komist tvisvar upp um deild.
Ég vil koma aftur til Íslands að spila næsta sumar og er núna í leit að nýju félagi.
Athugasemdir