Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   þri 04. júní 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Einar: Ef það gerist í sumar þá er það bara þannig
Aron á að baki 103 landsleiki.
Aron á að baki 103 landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Freysi er þannig þjálfari að hann gæti komið sér inn í hvað sem er í'
'Freysi er þannig þjálfari að hann gæti komið sér inn í hvað sem er í'
Mynd: Getty Images
'Ég fór svolítið harkalega í hann og hann fílaði það ekki, sneri sér við og hrækti framan í mig'
'Ég fór svolítið harkalega í hann og hann fílaði það ekki, sneri sér við og hrækti framan í mig'
Mynd: Getty Images
Aron í leik með Al Arabi.
Aron í leik með Al Arabi.
Mynd: Getty Images
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var til viðtals hjá Jóa Skúla í Draumaliðinu í gær. Aron fór þar yfir ferilinn til þessa og valdi draumalið þeirra leikmanna sem hann hefur spilað með.

Í lok viðtalsins ræddi hann um framtíð sína, hann yfirgaf katarska félagið Al Arabi á dögunum en þar hafði hann verið frá árinu 2019. Hann vill reyna vera annað ár í Katar áður en hann snýr heim.

„Ég er ekki hættur með landsliðinu. Ég er bara að reyna koma mér í gang, ef það gerist þá er ég í stöðugu sambandi við Åge. Hann hefur komið virkilega vel inn í þetta, hann er bara að bíða eftir því að ég verði heill og í standi til að geta valið mig. Ég ætla reyna koma mér í gang í sumar, reyna æfa eins og almennilegur fótboltamaður, ekki bara í ræktinni eins og það hefur verið síðasta árið. Svo bara kemur í ljós."

„Þetta hafa verið mjög skemmtileg fimm ár. Ég sé ekki fyrir mér að setjast að þarna, ekki nema ég færi bara í þjálfun eða eitthvað. Við værum til í að vera eitt ár í viðbót í Katar, spila eitt ár í viðbót, koma svo heim og klára ferilinn með Þór. Ef það gerist í sumar (að Aron fari í Þór), þá er það bara þannig. Ég er 35 ára og er ekki að stressa mig mig mikið á þessu í dag,"
sagði Aron Einar.

Getur komið sér inn í hvaða lið sem er og tæklað það
Í yfirferðinni var rætt um Frey Alexandersson sem var aðstoðarþjálfari A-landsliðsins í þjálfaratíð Erik Hamren og hafði þar á undan einnig unnið í kringum liðið. Aron bar Freysa söguna vel. Freysi var líka aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar hjá Al Arabi. Freysi hélt Kortrijk uppi og sagði í viðtali við Fótbolta.net á dögunum að hann myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff. Aron lék á sínum tíma með Cardiff sem er með sama eiganda og Kortrijk.

„Það gæti alveg gerst. Af hverju ekki? Freysi er þannig þjálfari að hann gæti komið sér inn í hvað sem er í, hvort sem það er Lyngby, Kortrijk eða Cardiff, hann aðlagar sig að hlutunum á núll einni. Hann kemur til Arabi, kemur inn með ferskan vind, hann er ótrúlega góður maður á mann, fær menn með sér í lið. Hann er nútímaþjálfari sem getur allt; góður í að leikgreina, með góða fundi og skemmtilegar æfingar. Hann getur komið sér inn í hvaða lið sem er og tæklað það."

„Hann grípur hvert tækifæri og ég held það sé líka uppruninn og það sem hann hefur gengið í gegnum (var ekki sérstaklega góður leikmaður)."


Var ósáttur við Aron og hrækti á hann
Þá var snert á áhugaverðu atviki á æfingu hjá AZ Alkmaar á sínum tíma. Þá hrækti Graziano Pelle, fyrrum framherji Southampton og ítalska landsliðsins, á Aron.

„Hann hrækti á mig á æfingu. Það var einhver taktík á æfingu hjá aðalliðinu og ég var að fylla inn í. Ég fór svolítið harkalega í hann og hann fílaði það ekki, sneri sér við og hrækti framan í mig. Ég hugsaði: „hvað er í gangi". Það varð allt vitlaust."

„Svo hitti ég hann mörgum árum seinna, við í Cardiff vorum að spila æfingaleik gegn Parma."

„Hann er týpa, stærstu kálfar sem ég hef séð, ótrúlega sterkur,"
sagði Aron Einar. Viðtalið má nálgast hér að neðan.
   19.04.2024 16:30
Aron Einar: Það kemur að því að ég mæti í Þór og hjálpi til

   19.04.2024 19:00
„Þá hef ég fulla trú á því að það sé ekkert of langt í stórmót aftur"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner