Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   fös 04. desember 2015 12:40
Magnús Már Einarsson
Guðjón Þórðar, Atli Eðvalds og Óli Þórðar á óskalista NSÍ
Pétur Péturs hafnaði tilboði
Pétur Pétursson hafnaði NSÍ.
Pétur Pétursson hafnaði NSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Þórðarson, Atli Eðvaldsson og Ólafur Þórðarson koma til greina sem næst þjálfari NSÍ Runavík í Færeyjum.

NSÍ endaði í 2. sæti í færeysku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili og er á leið í Evrópudeildinni. Liðið fór einnig í bikarúrslit á síðasta tímabili. Pétur Pétursson, sem þjálfaði Fram síðastliðið sumar, var efstur á óskalista félagsins en hann afþakkaði að taka við starfinu.

„Við vorum í viðræðum við Pétur Pétursson en hann gat ekki komið í ár vegna fjölskyldumála," sagði Jens Martin Knudsen við Fótbolta.net í dag en hann starfar hjá NSI Runavík.

Margir íslenskir fótboltaáhugamenn kannast vel við Jens Martin en hann stóð í marki Leifturs í kringum aldamótin auk þes sem hann var landsliðsmarkvörður Færeyinga um áraraðir. Jens Martin segir að mikill áhugi sé hjá NSÍ að fá íslenskan þjálfara.

„Við höfum mikinn áhuga á að fá íslenskan þjálfara. Heitustu löndin í fótboltanum í Evrópu í dag eru Ísland og Belgía," sagði Jens.

Jens Martin segir að Atli Eðvaldsson, Guðjón Þórðarson og Ólafur Þórðarson komi núna til greina í starfið sem og danskur þjálfari.

„Viðræðunum er lokið við Pétur og við erum að ræða við hina núna," sagði Jens Martin.

Guðjón þjálfaði síðast Grindavík sumarið 2012, Atli þjálfaði síðast Aftureldingu sumarið 2014 og Ólafur þjálfaði síðast Víking Reykjavík. Guðjón og Atli þjálfuðu báðir íslenska landsliðið á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner