Svava Rós Guðmundsdóttir yfirgaf herbúðir Breiðabliks í byrjun janúar og samdi við norska liðið Roa.
Hin 22 ára gamla Svava hefur verið leggja mikið upp í Pepsi-deild kvenna síðustu ár en hjá Roa byrjar hún af krafti í markaskorun.
Í öðrum æfingaleik Roa á undirbúningstímabilinu gerði hún sér lítið fyrir og henti í þrennu. Svava kom Roa í 2-0 gegn OHL, sem er 1. deildarlið, en hún gerði einnig fjórða markið. Synne Christiansen, sem er einnig nýr leikmaður hjá Roa, skoraði þriðja markið.
Hin 22 ára gamla Svava hefur verið leggja mikið upp í Pepsi-deild kvenna síðustu ár en hjá Roa byrjar hún af krafti í markaskorun.
Í öðrum æfingaleik Roa á undirbúningstímabilinu gerði hún sér lítið fyrir og henti í þrennu. Svava kom Roa í 2-0 gegn OHL, sem er 1. deildarlið, en hún gerði einnig fjórða markið. Synne Christiansen, sem er einnig nýr leikmaður hjá Roa, skoraði þriðja markið.
Kvinnefotballmagasinet.no fjallar um leikinn en þar er talað um „eldfjallakraft" þegar skrifar er um frammistöðu Svövu. Það var Vísir sem sagði fyrst frá því.
Svava á að baki sex landsleiki en hún var ekki í hópnum sem fór á EM í Hollandi síðasta sumar.
Fimm leikmenn hafa farið frá Breiðabliki í atvinnumennsku frá síðastliðnu sumari en auk Svövu fór Fanndís Friðriksdóttir til Marseille í Frakklandi, Berglind Björg Þorvaldsdóttir fór til Verona á Ítalíu, Rakel Hönnudóttir samdi við Limhamn Bunkeflo 07 í Svíþjóð og Ingibjörg Sigurðardóttir við Djurgården þar í landi.
Athugasemdir