Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   þri 09. febrúar 2016 22:41
Alexander Freyr Tamimi
Reykjavíkurmót kvenna: Fylkir og Valur í úrslit
Margrét Lára skoraði fimm mörk í kvöld.
Margrét Lára skoraði fimm mörk í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undanúrslit Reykjavíkurmóts kvenna fóru fram í kvöld og er nú ljóst hvaða lið mætast í úrslitaleiknum, en Fylkir og Valur unnu sína leiki og keppa um titilinn.

Fylkir vann 3-1 sigur gegn KR eftir að hafa lent undir rétt fyrir leikhlé þökk sé marki frá Ásdísi Karen Halldórsdóttur.

Ruth Þórðar Þórðardóttir jafnaði metin fyrir Fylki og Berglind Björg Þorvaldsdóttir tryggði Árbæingunum svo 3-1 sigur með tveimur mörkum.

Valur rúllaði yfir HK/Víking þar sem Margrét Lára Viðarsdóttir var fremst meðal jafningja og skoraði fimm mörk. Systir hennar Elísa Viðarsdóttir skoraði eitt mark sem og Eva María Jónsdóttir en Rúna Sif Stefánsdóttir skoraði tvö.

Valur 9 - 0 HK/Víkingur
1-0 Margrét Lára Viðarsdóttir ('2)
2-0 Margrét Lára Viðarsdóttir ('18)
3-0 Rúna Sif Stefánsdóttir ('24)
4-0 Elísa Viðarsdóttir ('45)
5-0 Eva María Jónsdóttir ('47)
6-0 Rúna Sif Stefánsdóttir ('61)
7-0 Margrét Lára Viðarsdóttir ('72)
8-0 Margrét Lára Viðarsdóttir ('84)
9-0 Margrét Lára Viðarsdóttir ('87)

Fylkir 3 - 1 KR
0-1 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('45)
1-1 Ruth Þórðar Þórðardóttir ('58)
2-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('60)
3-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('80)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner