Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 26. ágúst
Besta-deild karla
2. deild karla
fimmtudagur 22. ágúst
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Sambandsdeild UEFA - Umspil
miðvikudagur 21. ágúst
2. deild karla
laugardagur 17. ágúst
Besta-deild karla
föstudagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
miðvikudagur 14. ágúst
Lengjudeild karla
mánudagur 16. september
FA Cup
Barwell 0 - 0 Buxton
Redditch United - Shifnal Town - 18:45
Bundesliga - Women
Hoffenheim W 2 - 3 Freiburg W
Vináttulandsleikur
USA U-18 2 - 0 Peru U-18
Portugal U-16 0 - 0 Romania U-16
Turkey U-16 4 - 2 Denmark U-16
Saudi Arabia U-20 2 - 3 Yemen U-20
Serie A
Lazio 0 - 0 Verona
Parma 2 - 3 Udinese
La Liga
Vallecano - Osasuna - 19:00
mið 09.ágú 2023 11:00 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 7. sæti: „Kane mun svo skrifa undir í vetur er hann sér Ange-ball"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin fari af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Í sjöunda sæti í spánni er Tottenham.

Marki fagnað á síðasta tímabili.
Marki fagnað á síðasta tímabili.
Mynd/EPA
Ange Postecoglou.
Ange Postecoglou.
Mynd/Getty Images
Frá Tottenham Hotspur Stadium, heimavelli Tottenham. Flottasti leikvangur deildarinnar.
Frá Tottenham Hotspur Stadium, heimavelli Tottenham. Flottasti leikvangur deildarinnar.
Mynd/Getty Images
Það hefur verið mikið rætt og skrifað um Kane.
Það hefur verið mikið rætt og skrifað um Kane.
Mynd/EPA
Maddison var keyptur frá Leicester.
Maddison var keyptur frá Leicester.
Mynd/Tottenham
Micky van de Ven var keyptur til Tottenham frá Wolfsburg.
Micky van de Ven var keyptur til Tottenham frá Wolfsburg.
Mynd/Tottenham
Varnarmaðurinn Cristian Romero.
Varnarmaðurinn Cristian Romero.
Mynd/EPA
Alejo Veliz, efnilegur leikmaður frá Argentínu.
Alejo Veliz, efnilegur leikmaður frá Argentínu.
Mynd/Tottenham
Viktor Unnar er stuðningsmaður Tottenham.
Viktor Unnar er stuðningsmaður Tottenham.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einn besti miðjumaður deildarinnar?
Einn besti miðjumaður deildarinnar?
Mynd/Getty Images
Ein gömul og góð.
Ein gömul og góð.
Mynd/Heimasíða HK
Markvörðurinn Guglielmo Vicario.
Markvörðurinn Guglielmo Vicario.
Mynd/Tottenham
Bakvörðurinn Pedro Porro.
Bakvörðurinn Pedro Porro.
Mynd/EPA
Mun Bissouma eiga betra tímabil?
Mun Bissouma eiga betra tímabil?
Mynd/EPA
Hvað gerir Tottenham á tímabilinu sem er framundan?
Hvað gerir Tottenham á tímabilinu sem er framundan?
Mynd/Getty Images
Um Tottenham: Síðasta tímabil endaði í algjöru rugli hjá Tottenham. Antonio Conte var rekinn úr starfi í mars eftir að hann lét allt og alla hjá félaginu heyra það. „Ég er ekki hrifinn af því sem ég hef séð í síðustu leikjum og er alls ekki vanur að sjá þetta. Ég sé ekki lið, heldur mikið af eigingjörnum leikmönnum," sagði Conte pirraður. Það var ljóst að hann og Daniel Levy, stjórnarmaður félagsins, voru ekki á sömu bylgjulengd. Tottenham rak Conte og réð í staðinn Cristian Stellini, aðstoðarmann hans. Ansi áhugaverð ráðning sem gekk engan veginn upp og kannski bara besta dæmið um það rugl sem var í gangi hjá félaginu á síðustu leiktíð, og hefur verið í gangi.

Ryan Mason var ráðinn og kláraði tímabilið. Tottenham endaði á því að ná ekki Evrópusæti og getur því einbeitt sér alfarið að ensku úrvalsdeildinni og bikarkeppnunum heima á Englandi. Það er spurning hvort það hjálpi félaginu loksins að vinna langþráðan bikar.

Sumarið hefur einkennst af því hvort Harry Kane, langbesti leikmaður liðsins, sé að fara eða hvort hann verði áfram. Það er útlit fyrir að hann verði áfram eins og staðan er núna en Bayern München heldur þó áfram að eltast við hann. Að halda Kane myndi stórauka líkur Tottenham á að gera eitthvað jákvætt á tímabilinu sem framundan er en svo er spurning hvort það samstarf sé komið á endastöð.

Sjá einnig:
Enski boltinn - Aldrei venjuleg vika hjá Tottenham

Stjórinn: Eftir stjóra hringekjuna miklu á síðasta tímabili þá fór félagið í stjóraleit og fann Ástralann Ange Postecoglou. Þessi 57 ára gamli stjóri á áhugaverðan feril þar sem hann hefur meðal annars þjálfað ástralska landsliðið, Yokohama F. Marinos í Japan og Celtic í Skotlandi. Þetta er hans langstærsta verkefni og það er spurning hvernig honum tekst upp í London. Hann er með mjög áhugaverðar pælingar og er grjótharður. Stuðningsmenn Tottenham mega fyrirfram eiga von á skemmtilegum leikjum þar sem Postecoglou er í raun sama hversu mörg mörk liðið hans fær á sig, svo lengi sem það vinnur leikina. Það berast fréttir frá Englandi um að Harry Kane sé hrifinn af hugmyndum Postecoglou og sé tilbúinn að sjá hvernig tímabilið þróast undir hans stjórn.

Leikmannaglugginn: Tottenham tilkynnti í gær um tvo nýja leikmenn og hafði fyrir það gert ein af kaupum sumarsins með því að fá inn James Maddison. En félagið þarf líklega inn fleiri góða leikmenn ef það ætlar sér að komast aftur í Meistaradeildina. Leikmannaglugginn hingað til hefur verið nokkuð flottur hjá félaginu.

Komnir:
James Maddison frá Leicester - 40 milljónir punda
Micky van de Ven frá Wolfsburg - 34,5 milljónir punda
Pedro Porro frá Sporting - 34,5 milljónir punda
Dejan Kulusevski frá Juventus - 25,6 milljónir punda
Guglielmo Vicario frá Empoli - 16,4 milljónir punda
Alejo Véliz frá Rosario Central - 12,9 milljónir punda
Ashley Phillips frá Blackburn - 2 milljónir punda
Manor Solomon frá Shakhtar Donetsk - á frjálsri sölu

Farnir:
Harry Winks frá Leicester - 10 milljónir punda
Clément Lenglet til Barcelona - var á láni
Arnaut Danjuma til Villarreal - var á láni
Lucas Moura til Sao Paulo - samningur rann út

Út frá leikmannaglugganum þá er líklegt byrjunarlið svona:
Bentancur kemur líklega svo inn fyrir Lo Celso þegar hann kemur til baka úr meiðslum.



Lykilmenn: Auðvitað er Harry Kane gríðarlega mikilvægur fyrir Tottenham á meðan hann er enn hjá félaginu. Einn af tveimur bestu sóknarmönnum ensku úrvalsdeildarinnar þar á ferðinni og er hann mikill leiðtogi fyrir liðið. Ef Cristian Romero nær að halda hausnum í góðu ásigkomulagi þá er hann afar góður varnarmaður og þá eru Heung-min Son og James Maddison góð vopn sóknarlega. Það verður gaman að fylgjast með samvinnu Kane og Maddison ef sá fyrrnefndi verður áfram hjá félaginu.

„Byrjaði að vera skotinn í Spurs í kringum 2004-05"
Viktor Unnar Illugason, fyrrum leikmaður Breiðabliks, Reading, Vals, Selfoss, Hauka og fleiri félaga, er stuðningsmaður Tottenham og fengum við hann til að svara nokkrum spurningum um félagið sitt.

Ég byrjaði að halda með Tottenham af því að... Ég ólst upp sem Man Utd maður og var ekkert annað í boði heima því pabbi, mamma og bróðir minn eru glerhörð. Ég byrjaði svo að vera skotinn í Spurs í kringum 2004-05, búningarnir sexý og vel sexý leikmenn þarna. Ég færi mig svo alfarið yfir í viðhaldið í kringum 2012-2013 og hef verið ástfanginn síðan.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Ætli það sé ekki undanúrslit vs Ajax, seinni leikur. Það var unreal og Moura kom sér í guðatölu. Sem hann skemmdi svo á móti Liverpool og Everton í ár. Fer sem skúrkur.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Því miður gekk þetta ekki eins og ég átti von á. Ég hélt að það yrði gerð atlaga að titlinum, sumarglugginn kom ekki nógu vel út og Conte var fljótur að missa þetta. Fyrir utan það hvað þetta var viðbjóðslega leiðinlegur fótbolti sem var spilaður og neikvæður. Harry Kane þó með 30 mörk sem sýnir að hann sé sá besti í heimi.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Ég byrja alla leikdaga að henda mer í full kit. Svo þegar nær dregur fer ég að setja upp legghlífar og koma mér fyrir í sófanum, helst einn því ég get orðið voðalega reiður yfir leikjum liðsins, sérstaklega upp á síðkastið. Ég fer þá að pústa inn á whatsapp hópum með vinum mínum en þeir eru sjaldan að horfa svo þetta er eins manns rant oft. Annars á ég það til að senda á Spursara á Twitter. Þá helst Litlu flugvélina sem nennir að velta steinum.

Hvern má ekki vanta í liðið? Harry Kane og Bentancur. Fyrir mér er Bentancur topp fimm jafnvel topp þrír besti miðjumaður í þessari deild.

Hver er veikasti hlekkurinn? Ég veit lítið um markmanninn, sú staða var vesen íi fyrra ásamt vörninni. Vonandi er þetta næsti Buffon og þetta óþarfa áhyggjur.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Bentancur. Því miður er fólk að sofa á þessum leikmanni en það ætti að breytast þegar hann kemur inn í okt/nov og við myndum eina bestu miðju deildarinnar með honum, Maddison og Bissouma.

Við þurfum að kaupa... Hafsenta, jafnvel einn miðjumann í backup. Virðist vera að koma hafsentar a næstu dögum til að spila með besta hafsent deildarinnar Cuti Romero (innskot fréttamanns: þegar þessi frétt er skrifuð er kominn einn miðvörður).

Hvað finnst þér um stjórann? Þessi stjóri á eftir að koma mörgum á óvart, hefur unnið alls staðar sem hann hefur stigið niður fæti og verður engin breyting þar á hjá Spurs. Hann er þekktur fyrir hrikalega skemmtilegan bolta sem er eitthvað sem við erum þyrstir í að sjá eftir undanfarin ár. Kane mun svo skrifa undir í vetur þegar hann sér Ange-ball.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Ég er hrikalega spenntur, erum að smíða saman eina bestu ef ekki bestu miðju deildarinnar undir 100m£, með geðsjúka sóknarlínu og þjálfara sem vill sækja og sækja. Það verður alvöru veisla að fylgjast með þessu þó varnarleikurinn gæti verið hausverkur; 4-3 eru tölur sem við gætum líklega séð í vetur.

Hvar endar liðið? 100% í topp fjórum, annað væri áfall. Svo kemur FA Cup eða Carabao inn í ár líka. Jafvel báðir? Hjálpar þessi Evrópu hvíld og við munum njóta góðs af því.

Tottenham hefur leik í ensku úrvalsdeildinni sunnudaginn 13. ágúst gegn Brentford á útivelli.




Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson og Sverrir Örn Einarsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. Tottenham, 164 stig
8. Aston Villa, 157 stig
9. Brighton, 155 stig
10. West Ham, 130 stig
11. Brentford, 101 stig
12. Crystal Palace, 96 stig
13. Fulham, 81 stig
14. Burnley, 80 stig
15. Wolves, 71 stig
16. Nottingham Forest, 67 stig
17. Everton, 66 stig
18. Bournemouth, 56 stig
19. Sheffield United, 31 stig
20. Luton Town, 16 stig
Athugasemdir
banner