Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 09. nóvember 2022 23:48
Brynjar Ingi Erluson
Arteta ánægður með framlagið - „Myndi velja sömu leikmenn í liðið"
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var ánægður með framlag leikmanna í 3-1 tapinu fyrir Brighton í enska deildabikarnum í kvöld en hann myndi velja sama byrjunarlið aftur ef hann fengi tækifærið til þess.

Arsenal komst yfir með marki frá Eddie Nketiah en Danny Welbeck jafnaði úr víti. Í síðari hálfleik fékk Arsenal færin til að skora en nýtti ekki. Brighton nýtti sín og vann 3-1 sigur.

Arsenal er því úr leik í deildabikarnum þetta tímabilið en Arteta var heilt yfir nokkuð ánægðir með framlag leikmanna.

„Það var mikill munur á skilvirkni leikmanna á báðum endum og það kostaði okkur ansi mikið.“

„Það er algjör synd fyrir strákana því þeir virkilega reyndu og við hefðum átt að skora tvö eða þrjú í síðari hálfleiknum.“

„Ég myndi velja sömu leikmenn ef ég fengi tækifærið til þess aftur,“
sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner