Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 18:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Palmer spilaði þrátt fyrir veikindi - „Vildi hjálpa liðinu"
Mynd: EPA
Cole Palmer hefur verið langt frá sínu besta í undanförnum leikjum en hann hefur ekki komið að marki í síðustu níu leikjum.

Hann fékk tækifæri á því að skora í dag þegar liðið vann Leicester en hann klikkaði á vítaspyrnu. Enzo Maresca, stjóri Chelsea, sagði eftir leikinn að Palmer hafi spilað þrátt fyrir að hafa glímt við veikindi undanfarna daga.

„Hann æfði ekki í gær því honum leið ekki vel. Hann vaknaði í morgun og bað um að spila til að hjálpa liðinu að komast í Meistaradeildina. Honum leið ekki vel í nótt en vildi vera hérna og hjálpa til að vinna leikinn."

„Hann hefur verið algjörlega frá síðustu tvo daga með hita og niðurgang. Markvörður Leicester er frábær og Palmer mun skora fleiri mörk úr vítum og klikka á fleirum," sagði Maresca að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner