Kristall Máni Ingason var í byrjunarliði Sönderjyske sem gerði jafntefli á útivelli gegn FCK í kvöld.
FCK komst yfir snemma leiks en Lukas Bjorklund jafnaði metin fyrir Sonderjyske undir lok fyrri hálfleiks en mörkin urðu ekki fleiri. Kristall nældi sér í gult spjald snemma í seinni hálfleik en honum var skipt af velli á 83. mínútu.
Sonderjyske er í 10. sæti með 17 stig eftir 21 umferð. FCK mistókst að komast á toppinn en liðið er í 2. sæti með 41 stig, stigi á eftir Midjtylland. Rúnar Alex Rúnarsson er leikmaður FCK en hann er ekki inn í myndinni hjá stjóranum.
Andri Lucas Guðjohnsen byrjaði á bekknum þegar Gent vann Antwerp 1-0 í belgísku deildinni. Hann kom inn á á 88. mínútu en sigurmarkið kom á 83. mínútu. Gent er í 6. sæti með 45 stig eftir 29 umferðir, jafn mörg stig og Antwerp sem er í 5. sæti.
Gent mætir Íslendingaliði Kortrijk í lokaumferðinni en liðið hefur tryggt sér sæti í efri hlutanum þegar deildin verður þrískipt eftir lokaumferðina. Kortrijk mun keppast um að halda sæti sínu í deildinni en liðið er í næst neðsta sæti.
Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Panathianikos þegar liðið gerði jafntefli gegn Atromitos á útivelli. Heimamenn komust yfir en Panathianikos jafnaði metin á lokamínútu venjulegs leiktíma. Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Volos sem tapaði 1-0 gegn Lamia.
Panathinaikos er í 3. sæti með 50 stig eftir 26 umferðir, tíu stigum á eftir toppliði Olympiakos. Volos er í 12. sæti af 14 liðum með 22 stig en Lamia er á botninum.
Adam Ægir Pálsson var ónotaður varamaður þriðja leikinn í röð þegar Novara tapaði 1-0 gegn Giana Erminio í ítölsku C-deildinni. Novara er í 9. sæti með 42 stig eftir 30 umferðir.
Athugasemdir