Arsenal gerði jafntefli gegn Man Utd á Old Trafford í dag eftir frábæra frammistöðu gegn PSV í Meistaradeildinni í vikunni. Liðið er 15 stigum frá toppliði Liverpool eftir úrslit helgarinnar, Declan Rice skoraði mark Arsenal í dag en hann ræddi við Sky Sports eftir leikinn.
„Við skoruðum sjö mörk í vikunni og það er ekki heppni. PSV hafði ekki tapað í tvö ár á heimavelli. Man Utd gerði mjög vel og varðist aftarlega. Það getur tekið 90 mínútur að brjóta það niður," sagði Rice.
Bruno Fernandes kom Man Utd yfir með marki beint úr aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.
„Ég hef ekki séð það aftur. Mér leið eins og boltinn hafi flogið lágt yfir okkur. Mér leið eins og við værum langt til baka, Anthony Taylor er dómarinn og tekur ákvarðanirnar," sagði Rice.
Athugasemdir