Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   lau 08. mars 2025 22:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Ótrúlegur endurkomusigur hjá Inter gegn botnliðinu
Hakan Calhanoglu
Hakan Calhanoglu
Mynd: EPA
Inter 3 - 2 Monza
0-1 Samuele Birindelli ('32 )
0-2 Keita Balde ('44 )
1-2 Marko Arnautovic ('45 )
2-2 Hakan Calhanoglu ('64 )
3-2 Giorgos Kyriakopoulos ('78 , sjálfsmark)

Topplið Inter lenti í kröppum dansi gegn botnliði Monza í ítölsku deildinni í dag.

Toppliðið lenti tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik en Marko Arnautovic minnkaði muninn í uppbótatíma fyrri hálfleiksins.

Hakan Calhanoglu jafnaði metin eftir rúmlega klukkutíma leik og þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma varð Georgios Kyriakopoulos, varnarmaður Monza, fyrir því óláni að skora sjálfsmark og tryggja Inter sigurinn.

Boltinn fór rétt yfir línuna áður en Stefano Turati, markvörður Monza, varði boltann út.

Inter er með fjögurra stiga forystu á Napoli sem fær Fiorentina í heimsókn á morgun. Monza er tíu stigum frá öruggu sæti eftir að Parma náði jafntefli gegn Torino í dag.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 28 18 7 3 63 27 +36 61
2 Napoli 27 17 6 4 43 22 +21 57
3 Atalanta 27 16 7 4 59 26 +33 55
4 Juventus 27 13 13 1 45 21 +24 52
5 Lazio 27 15 5 7 49 35 +14 50
6 Bologna 27 12 11 4 42 33 +9 47
7 Fiorentina 27 13 6 8 42 28 +14 45
8 Milan 28 12 8 8 42 32 +10 44
9 Roma 27 12 7 8 42 30 +12 43
10 Udinese 27 11 6 10 34 37 -3 39
11 Torino 28 8 11 9 33 34 -1 35
12 Genoa 28 7 11 10 26 36 -10 32
13 Como 28 7 8 13 34 44 -10 29
14 Cagliari 28 6 8 14 28 43 -15 26
15 Verona 27 8 2 17 27 56 -29 26
16 Lecce 28 6 7 15 20 46 -26 25
17 Parma 28 5 9 14 34 48 -14 24
18 Empoli 27 4 10 13 23 44 -21 22
19 Venezia 28 3 10 15 23 42 -19 19
20 Monza 28 2 8 18 23 48 -25 14
Athugasemdir
banner
banner
banner