Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   lau 08. mars 2025 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Xavi ætlar að snúa aftur í þjálfun í sumar
Mynd: EPA
Spænski þjálfarinn Xavi segist tilbúinn að mæta aftur í þjálfun í sumar, ári eftir að hann var látinn fara frá Barcelona.

Brottrekstur hans var afar undarlegur. Á síðasta tímabili hafði hann tilkynnt að það yrði hans síðasta sem þjálfari liðsins, en hann dró ákvörðun sína til baka í apríl.

Sagðist hann þá klár í að halda áfram að þjálfa Börsunga en Joan Laporta, forseti félagsins, rak hann aðeins mánuði síðar og fékk Hansi Flick inn í staðinn.

Xavi hefur fengið dágóðan tíma í að hlaða batteríin og segist hann meira en tilbúinn til þess að snúa aftur í þjálfun.

„Já. Ég vil vinna Meistaradeildina, EM og HM. Ég er mjög opinn og hví ekki að taka við öðru liði í La Liga? Ég er að leita að spennandi verkefni. Ég er líka opinn fyrir því að taka við landsliði,“ sagði Xavi við France Football.

Spánverjinn segist hafa lært margt á tíma sínum sem þjálfari Barcelona.

„Ef þú horfir á tölfræðina hjá mér og þjálfarateyminu hjá Barcelona þá var hún mjög jákvæð. Félagið var að ganga í gegnum einn versta kafla í sögunni, jafnvel verri en í byrjun aldarinnar.“

„Væntingarnar til mín sem þjálfari voru miklar og það var út af fótboltaferlinum. Tengsl mín við Barcelona voru ótrúlega sterk, en stundum vann það gegn mér. Kannski var ég of tilfinningaríkur, en þetta var mikill lærdómur fyrir mig,“
sagði Xavi.
Athugasemdir
banner
banner