Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 16:49
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Eftirsóttur framherji Frankfurt skúrkurinn í tapi gegn Union
Hugo Ekitike klikkaði á ögurstundu
Hugo Ekitike klikkaði á ögurstundu
Mynd: EPA
Eintracht Frankfurt 1 - 2 Union Berlin
1-0 Michy Batshuayi ('13 )
1-1 Leopold Querfeld ('62 )
1-2 Woo-Yeong Jeong ('78 )
1-2 Hugo Ekitike ('90 , Misnotað víti)

Union Berlín vann heldur óvæntan 2-1 sigur á Eintracht Frankfurt í þýsku deildinni í dag.

Frankfurt hefur verið með heitustu liðum deildarinnar á þessu tímabili og er það mikið til að þakka franska framherjanum Hugo Ekitike og auðvitað Omar Marmoush, sem yfirgaf félagið í janúar og samdi við Manchester City.

Frammistaðan hefur undanfarið verið mjög sveiflukennd og liðið tapað síðustu tveimur deildarleikjum, en í dag komst það í forystu og var úlitið gott.

Michy Batshuayi skoraði á 13. mínútu leiksins og var staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik.

Í þeim síðari tók Union við sér og jafnaði með marki Leopold Querfeld á 62. mínútu og sextán mínútum síðar gerði Woo-Yeong Jeong sigurmarkið.

Frankfurt fékk tækifæri á því að taka með sér stig úr leiknum er leikmaður Union handlék boltann innan teigs í uppbótartíma. Ekitike, sem var með þrettán deildarmörk fyrir leikinn í dag, steig á punktinn en lét Frederik Ronnow verja frá sér.

Niðurstaðan því 2-1 sigur Union og þetta stórt og mikið högg fyrir Frankfurt í Meistaradeildarbaráttunni. Liðið er áfram í 4. sæti sem gefur þátttökurétt í keppnina, en aðeins stigi á undan Freiburg. Union er á meðan í 14. sæti með 26 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 25 19 4 2 74 23 +51 61
2 Leverkusen 25 15 8 2 55 30 +25 53
3 Mainz 25 13 5 7 42 26 +16 44
4 Eintracht Frankfurt 25 12 6 7 51 39 +12 42
5 Freiburg 25 12 5 8 34 36 -2 41
6 RB Leipzig 25 10 9 6 39 33 +6 39
7 Wolfsburg 25 10 8 7 49 39 +10 38
8 Stuttgart 25 10 7 8 44 39 +5 37
9 Gladbach 25 11 4 10 39 38 +1 37
10 Dortmund 25 10 5 10 45 39 +6 35
11 Augsburg 25 9 8 8 28 35 -7 35
12 Werder 25 9 6 10 38 49 -11 33
13 Hoffenheim 25 6 8 11 32 47 -15 26
14 Union Berlin 25 7 5 13 22 38 -16 26
15 St. Pauli 25 6 4 15 19 30 -11 22
16 Bochum 25 5 5 15 26 49 -23 20
17 Holstein Kiel 25 4 5 16 37 61 -24 17
18 Heidenheim 25 4 4 17 28 51 -23 16
Athugasemdir
banner
banner