Telma Ívarsdóttir hélt hreinu er skoska liðið Rangers vann 2-0 sigur á Spartans í 8-liða úrslitum bikarsins í dag.
Landsliðsmarkvörðurinn kom til Rangers frá Breiðabliki eftir síðasta tímabil og var hún að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið í dag.
Rangers var að mæta töluvert slakara liði og hafði Telma ekki mikið að gera í markinu stærstan hluta leiksins. Það reyndi sjaldan á hana og skilaði hún nokkuð góðu dagsverki.
Skoska stórveldið áfram í bikarnum og verður í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit.
María Catharina Gros Ólafsdóttir spilaði allan leikinn með Linköping sem gerði 1-1 jafntefli við Växjö í riðlakeppni sænska bikarsins. Brynds Arna Níelsdóttir var þá í liði Växjö en eitt stig gerir lítið fyrir liðin.
Aðeins eitt lið fer upp úr riðlinum og í undanúrslit. Bæði lið eru með eitt stig, þremur á eftir Malmö og Rosengård.
Full-Time at Broadwood.
— Rangers Women (@RangersWFC) March 9, 2025
???? Into the semi-finals of the @ScottishCup.
Rangers 2 - 0 Spartans | #ScottishCup pic.twitter.com/v2Nqt7NE8d
Athugasemdir