Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ödegaard: Ég hef ekki verið nógu góður
Mynd: EPA
Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, viðurkenndi að hann sé ekki búinn að standa undir væntingum á þessari leiktíð.

Ödegaard hefur skorað 23 mörk og lagt upp 17 síðustu tvö tímabil í úrvalsdeildinni en hefur aðeins skorað tvö og lagt upp þrjú á þessu tímabili.

Hann átti einn sinn besta leik í langan tíma þegar Arsenal rúllaði yfir PSV 7-1 í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni.

„Ég er vanur því að fólk dæmi frammistöðuna mína. Ég dæmi mig mest sjálfur. Ég veit að ég hef ekki verið nógu góður, sérstaklega fyrir framan markið," sagði Ödegaard.

„Ég legg hart að mér á hverjum degi til að bæta mig og ég veit að ég er með getuna og hæfileikana til að gera það. Vonandi get ég gert meira það sem eftir er af tímabilinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner