Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 20:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Sigurmark Roma það fljótasta í sögu félagsins
Leikmenn Roma fagna sigurmarkinu
Leikmenn Roma fagna sigurmarkinu
Mynd: EPA
Empoli 0 - 1 Roma
0-1 Matias Soule ('1 )

Roma hefur unnið fimm leiki í röð í ítölsku deildinni eftir sigur á Empoli í dag.

Matias Soule kom Roma yfir eftir aðeins 22 sekúndur þegar skot hans við vítateigslínuna fór í netið. Þetta er fljótasta mark Roma í ítölsku deildinni frá upphafi.

Roma var með mikla yfirburði í leiknum og fékk svo sannarlega tækifæri til að bæta við mörkum í fyrri hálfleik en boltinn fór m.a. í tréverkið í tvígang.

Roma fékk einnig tækifæri í seinni hálfleik en mörkin urðu ekki fleiri. Roma er í 7. sæti, stigi á undan Fiorentina, sem tapaði gegn Napoli fyrr í dag, og fjórum stigum á eftir Bologna sem er í sætinu fyrir ofan. Empoli er í fallsæti, tveimur stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner