Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   lau 08. mars 2025 23:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þriðji leikurinn í röð án sigurs hjá Ísaki og Valgeiri - Naumur sigur hjá Hákoni
Mynd: Fortuna Düsseldorf
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson var á sínum stað í byrjunarliði Dusseldorf þegar liðið heimsótti topplið HSV í næst efstu deild í Þýskalandi í kvöld.

HSV var með 2-1 forystu í hálfleik og bætti við tveimur mörkum í þeim seinni og niðurstaðan því 4-1 tap Dusseldorf sem hefur aðeins nælt í eitt stig í síðustu þremur leikjum. Valgeir Lunddal Friðriksson var ekki í leikmannahópnum í kvöld, Liðið er í 8. sæti með 38 stig eftir 25 umferðir.

Gísli Gottskálk Þórðarson var ekki í leikmannahópi Lech Poznan sem vann 3-1 sigur á Stal Mielec í pólsku deildinni. Lech er á toppnum með 50 stig eftir 24 umferðir. Davíð Kristján Ólafsson spilaði rúman klukkutíma þegar Cracovia tapaði 2-1 gegn Radomiak Radom. Cracovia er í 6. sæti með 38 stig.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði fyrri hálfleikinn þegar Al-Orobah tapaði 2-1 gegn Al-Ettifaq í Sadí-Arabíu. Al-Orobah er í 12. sæti með 26 stig eftir 24 umferðir.

Hákon Arnar Haraldsson lék 76 mínútur þegar Lille vann 1-0 sigur á botnliði Montpellier í frönsku deildinni. Jonathan David skoraði eina mark leiksins. Liðið er í 5. sæti með 44 stig, jafn mörg stig og Mónakó sem er í 4. sæti.

Willum Þór Willumsson spilaði rúman hálftíma þegar Birmingham vann 1-0 sigur á Lincoln í ensku C-deildinni en Alfons Sampsted var ekki í hópnum. Birmingham er á toppnum með 79 stig eftir 34 umferðir en liðið er með ellefu stiga forystu á Wycombe og á leik til góða. Jón Daði Böðvarsson er á meiðslalistanum hjá Burton en liðið tapaði 2-1 gegn Bolton.

Burton er í 21. sæti með 33 stig eftir 36 umferðir.

Danijel Dejan Djuric kom inn á sem varamaður en Logi Hrafn Róbertsson var ónotaður varamaður þegar Istra gerði markalaust jafntefli gegn Varazdin í króatísku deildinni. Istra er í 8. sæti með 29 stig.

Ágúst Eðvald Hlynsson var í byrjunarliðinu og Ægir Jarl Jónasson kom inn á sem varamaður þegar AB tapaði 2-1 gegn BK Frem í þriðju efstu deild í Danmörku. Liðið er 9. sæti með 21 stig eftir 17 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner