Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   lau 08. mars 2025 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola um sunnudagsdrykkju Grealish: Dæmi bara það sem ég sé á vellinum
Mynd: EPA
Spænski stjórinn Pep Guardiola segist ekki hafa áhyggjur af því hvernig Jack Grealish og aðrir leikmenn eyða frídögum sínum, en á dögunum birtust myndir í Daily Mail þar sem Grealish virtist nokkuð ölvaður eftir margra klukkatíma drykkur á sunnudegi.

Grealish heimsótti vini sína á áhugamannaklúbb í Newcastle og á sama tíma ákvað að hann að bjóða öllum þeim sem voru á staðnum upp á fría drykki.

Heimsókn Grealish vakti kátínu þeirra sem voru viðstaddir og sagði einn ónefndur aðili að leikmaðurinn hafi eytt rúmum 500 pundum á staðnum.

Birtar voru myndir á samfélagsmiðlum og þá náði ljósmyndari Daily Mail myndum af honum yfirgefa staðinn.

Þetta var aðeins einum degi eftir sigur Man City á Plymouth í enska bikarnum, en þessar fréttir fóru ekkert í taugarnar á Guardiola sem sagði Grealish og aðra leikmenn hafa fengið frídag.

„Ef þú ert í fríi þá ertu í fríi. Þeir eiga sér líf og geta gert það sem þeir vilja. Ég ætla ekki að stjórna því hvað þeir gera í einkalífi sínu.“

„Ég dæmi bara það sem ég sé á vellinum, á æfingum og hvað þeir gera í leikjum,“
sagði Guardiola.

Grealish hefur ekki alveg verið að eiga sitt besta tímabil til þessa en hann verið í aukahlutverki og aðeins komið að sjö mörkum í 26 leikjum sínum með Man City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner