Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 17:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Vinicius með laglegt mark - Atletico missteig sig
Mynd: EPA

Atletico Madrid missteig sig í titilbaráttunni á Spáni í dag en Real Madrid setti pressu á Barcelona.

Alexander Sörloth kom Atletico yfir á útivelli gegn Getafe þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

Skömmu fyrir leikslok fékk Angel Correa, miðjumaður Atletico, rautt spjald. Strax í kjölfarið skoraði Mauro Arambarri og jafnaði metin fyrir Getafe. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma bætti Arambarri við öðru markinu og tryggði Getafe dramatískan sigur.

Kylian Mbappe kom Real Madrid yfir gegn Rayo Vallecano eftir hálftíma leik. Aðeins fjórum mínútum síðar bætti Vinicius Junior við öðru markinu þegar hann fór illa með varnarmenn Vallecano og skoraði.

Vallecano tókst að minnka muninn en nær komust þeir ekki. Real jafnaði Barcelona að stigum á toppnum en Barcelona á leik til góða eftir að leiknum gegn Osasuna var frestað í gær vegna fráfalls manns í læknateymi félagsins. Atletico er stigi á eftir í þriðja sæti.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 27 17 6 4 57 26 +31 57
2 Barcelona 26 18 3 5 71 25 +46 57
3 Atletico Madrid 27 16 8 3 44 18 +26 56
4 Athletic 27 13 10 4 45 24 +21 49
5 Villarreal 26 12 8 6 48 36 +12 44
6 Betis 27 11 8 8 35 33 +2 41
7 Mallorca 27 10 7 10 26 33 -7 37
8 Vallecano 27 9 9 9 29 29 0 36
9 Sevilla 27 9 9 9 32 36 -4 36
10 Celta 27 10 6 11 40 41 -1 36
11 Real Sociedad 27 10 4 13 23 28 -5 34
12 Osasuna 26 7 12 7 32 37 -5 33
13 Getafe 27 8 9 10 23 22 +1 33
14 Girona 26 9 5 12 34 39 -5 32
15 Valencia 27 6 9 12 30 45 -15 27
16 Leganes 27 6 9 12 24 40 -16 27
17 Espanyol 25 7 6 12 24 36 -12 27
18 Alaves 27 6 8 13 30 40 -10 26
19 Las Palmas 27 6 6 15 30 45 -15 24
20 Valladolid 27 4 4 19 18 62 -44 16
Athugasemdir
banner
banner