Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   lau 08. mars 2025 17:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Juric: Fyrra vítið var ekki brot
Mynd: EPA
Botnlið Southampton var með forystuna gegn toppliði Liverpool í hálfleik en tvö víti í seinni hálfleik urðu til þess að Liverpool vann að lokum.

Will Smallbone skoraði mark Southampton en Darwin Nunez jafnaði metin. Smallbone gerðist síðan brotlegur inn í teig þegar hann braut á Nunez en Ivan Juric, stjóri Southampton, var ekki sáttur með dóminn.

„Við áttum mjög góða spretti í fyrri hálfleik. Fyrra vítið var ekki brot og það breytti leiknum, ég er sáttur með spilamennsku liðsins," sagði Juric.

„Þetta getur ekki verið víti, afsakið, þetta gerðist því það var 1-1 og það breytti leiknum svolítið. Við töpuðum en við verðum að berjast eins og við börðumst í dag."

Sjáðu brotið og markið hér

Athugasemdir
banner
banner