Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
banner
   sun 09. mars 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dagur Dan í tapliði gegn New York City
Mynd: Orlando City
Dagur Dan Þórhallsson byrjaði á bekknum þegar Orlando City heimsótti New York City í MLS deildinni í nótt.

Það var markalaust í hálfleik en New York náði forystunni eftir tæplega klukkutíma leik. Tíu mínútum síðar tókst Orlando að jafna metin en sigurmark New York fylgdi fljótlega á eftir.

Dagur kom inn á 81. mínútu og New York missti mann af velli fimm mínútum síðar en Orlando tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og 2-1 tap Orlando niðurstaðan.

Orlando er í 12. sæti Austurdeildarinnar með þrjú stig eftir þrjár umferðir en liðið lagði Toronto í síðustu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner