Kría hefur styrkt sig verulega fyrir átökin í 4. deild í sumar. Þeir Pétur Theodór Árnason og Arnar Þór Helgason, Addi Bomba, eru komnir til liðsins frá Gróttu.
Þeir eru báðir uppaldir hjá Gróttu en hafa komið áður við sögu hjá Kríu.
Addi lék með Kríu árið 2015. Hann kom þá við sögu í fjórum leikjum í 4. deild. Pétur Theodór hefur spilað 12 leiki með Kríu á ferlinum og skorað 12 mörk.
Þeir voru báðir í stóru hlutverki með Gróttu síðasta sumar þegar liðið hafnaði í næst neðsta sæti deildarinnar og féll í 2. deild.
Kría hafnaði í 7. sæti 4. deildar síðasta sumar.
????Tveggja turna tal ????
— KRÍA (@Kria_Fotbolti) March 9, 2025
Bomban og Pétur Theodór í Kríuna. Back again where it all started. Nýjustu verndarar Eiðistorgs
Sponsored by Allsber and Coolbet. 4 deildin ain't ready pic.twitter.com/52JJaT4IFO
Athugasemdir