Botnlið Southampton leiðir gegn Liverpool í hálfleik, 1-0, en leikurinn er spilaður á Anfield. Skelfileg mistök Alisson og Virgil van Dijk kostuðu liðið mark.
Eins og við var að búast var Liverpool sterkari aðilinn í byrjun leiks en hlutirnir þó ekki að ganga eins og í sögu.
Southampton vann sig inn í leikinn og var það greinilega að fara í taugarnar á heimamönnum að vera ekki komnir með forystu.
Undir lok fyrri hálfleiks átti sér stað skelfilegur misskilningur á milli Alisson og Virgil van Dijk.
Will Smallbone fékk boltann í teignum en Van Dijk náð að skýla boltanum í von um að Alisson kæmi út á móti. Hann var fremur seinn að hlaupa út, en loks þegar hann hljóp út þá hindraði Mateus Fernandes markvörðinn og fékk Smallbone boltann aftur og skoraði.
Alisson kallaði eftir aukaspyrnu og taldi Fernandes hafa brotið á sér en dómarinn og VAR veittu því enga athygli, Markið stóð en það má sjá hér fyrir neðan.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir