Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Margir lykilmenn á bekknum hjá PSG - „Munum gera allt til að vinna Liverpool“
Mynd: EPA
Luis Enrique, þjálfari Paris Saint-Germain, segir að liðið geti snúið einvíginu gegn Liverpool sér í hag þegar liðið heimsækir þá rauðu á Anfield í vikunni.

PSG tapaði fyrir Liverpool, 1-0, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum á miðvikudag, þrátt fyrir að hafa verið með mikla yfirburði.

Stjörnuframmistaða Alisson hélt Liverpool á floti og þá skoraði Harvey Elliott óvænt sigurmark enska liðsins þegar lítið var eftir af leiknum.

Um helgina mætti PSG liði Rennes í frönsku deildinni, en Enrique gerði fjölmargar breytingar á liðinu.

Ousmane Dembele, Khvicha Kvaratskhelia, Vitinha, Fabian Ruiz, Nuno Mendes, Achraf Hakimi og Gianluigi Donnarumma byrjuðu allir á bekknum gegn Rennes á meðan Marquinhos var utan hóps, en allir nema Donnarumma og Ruiz komu inn á síðasta hálftímanum.

PSG mætir því nokkuð ferskt inn í síðari leikinn gegn Liverpool og segir Enrique liðið á mjög góðum stað til að snúa einvíginu þeim í hag.

„Við erum bestu mögulegu stöðunni til að veita Liverpool samkeppni og höfum engu að tapa. Við munum gera allt til að reyna komast áfram. Við vorum leiðir eftir 1-0 tapið, en erum búnir að jafna okkur af því. Við spiluðum góðan leik gegn Rennes, sem spilaði sérstaklega vel í síðari hálfleik,“ sagði Enrique.
Athugasemdir
banner
banner
banner