Spænski miðvörðurinn Sergio Ramos fagnaði að hætti Cristiano Ronaldo er hann gerði annað mark sitt fyrir mexíkóska félagið Monterrey í nótt.
Ramos samdi við Monterrey í byrjun árs eftir að hafa verið án félags í rúma sjö mánuði.
Spánverjinn, sem er 38 ára gamall, var að skora annað mark sitt fyrir félagið í nótt og fagnaði hann því með að taka „Siuuu“ fagnið hans Ronaldo.
Ramos og Ronaldo eru góðir félagar en þeir spiluðu saman hjá Real Madrid frá 2009 til 2018 og unnu aragrúa af titlum.
Hér fyrir neðan má sjá laglegt skallamark Ramos með Monterrey í gær.
GOLAZO DE SERGIO RAMOS!!! SU SEGUNDO CON RAYADOS.
— MT2 (@madrid_total2) March 9, 2025
EL MEJOR DEFENSA DE LA HISTORIA!
HIZO EL SIIUUUUUU DE CRISTIANO RONALDO!
pic.twitter.com/xXDeITN0QA
Athugasemdir