Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   lau 08. mars 2025 20:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leik Barcelona og Osasuna frestað eftir að læknir Barcelona lést
Mynd: EPA
Það var ákveðið rétt fyrir leik Barcelona og Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni að fresta leiknum vegna andláts læknis í teymi Barcelona.

Sá hét Carles Minarro Garcia en hann lést á hóteli Barcelona fyrr í dag. Barcelona fór fram á að leiknum yrði frestað þar sem leikmenn og aðrir í Barcelona teyminu eru í miklu áfalli.

„Stjórn Barcelona og allt starfsfólk vottum fjölskyldu hans og vinum innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma," segir í yfirlýsingu Barcelona.

Óvíst er hvenær leikurinn getur farið fram. Barcelona er á toppi spænsku deildarinnar en liðið er með eins stigs forystu á Atletico og þriggja stiga forystu á Real Madrid.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 26 18 3 5 71 25 +46 57
2 Atletico Madrid 26 16 8 2 43 16 +27 56
3 Real Madrid 26 16 6 4 55 25 +30 54
4 Athletic 26 13 9 4 44 23 +21 48
5 Villarreal 26 12 8 6 48 36 +12 44
6 Betis 26 10 8 8 34 33 +1 38
7 Vallecano 26 9 9 8 28 27 +1 36
8 Celta 27 10 6 11 40 41 -1 36
9 Mallorca 26 10 6 10 25 32 -7 36
10 Real Sociedad 26 10 4 12 23 27 -4 34
11 Osasuna 26 7 12 7 32 37 -5 33
12 Sevilla 26 8 9 9 31 36 -5 33
13 Girona 26 9 5 12 34 39 -5 32
14 Getafe 26 7 9 10 21 21 0 30
15 Valencia 27 6 9 12 30 45 -15 27
16 Leganes 27 6 9 12 24 40 -16 27
17 Espanyol 25 7 6 12 24 36 -12 27
18 Alaves 27 6 8 13 30 40 -10 26
19 Las Palmas 26 6 6 14 30 44 -14 24
20 Valladolid 27 4 4 19 18 62 -44 16
Athugasemdir
banner
banner